Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.2007, Blaðsíða 7

Faxi - 01.05.2007, Blaðsíða 7
Hans Pétur Duus gólfið og stoðir og veggir tjölduð dúkum. Dansað Var í kringum jólatréð og sungin jólalög. Ólafur Olavsen Arið 1900 kaupir Ólafur Olavsen allar eignir Fichersverslunar. Kom fram í tilkynningu um eignaskiptin að kaupandinn hyggðist reka verslun fyrir eigin reikning í húsunum, en ekki varð að þessari samkeppni því nokkrum mánuðum seinna seldi Ólafur þessar eignir til H. P. Duus verslunar- 'nnar. Flutti þá Duusverslun starfsemi sína í nýja íbúðar- og verslunarhúsið. Þegar flutningarnir eiga ser stað tilkynnti Ólafur viðskiptavinum sínum að °Pnuð yrði sölubúð í fyrrverandi verslunarhúsum herra Knudtzons í Keflavík “og verða þar seldar alls- konar vörur með lægsta verði gegn borgun í pen- •ngum”. Sumar munnmælaheimildir telja að þessi verslun hafi verið vínbúð. Sé það rétt var það fyrsta serverslunin í Keflavík á eftir Bakaríinu. Ágúst Olavsen Arið 1898 kemur bróðir Kristjönu og Ólafs til Is- lands frá Ameríku og tekur við verslunarstjórastöðu 1 Duus versluninni. Hann hét Ágúst Egill og var Sveinbjörnsson, en hann kallaði sig Ágúst Olavsen. Ágúst var mjög forframaður því hann hafði dvalið iangdvölum í Danmörku og í Chicago í Ameríku. Ágúst Ólavsen bjó yfir margskonar ráðagerðum varðandi Keflavíkurþorpið. Hann hafði mikinn hug a að fegra bæinn. Hafði hann í huga gatnagerð og skipulag bæjarins, lét færa hús til og rífa, ef honum þótti betur fara. Hann hvatti verkamenn verslunar- mnar og aðra íbúa til þess að byggja sér ný hús og siuddi þá til þess með því að lána þeim efni og vera þeini ráðhollur. Voru á næstu árum byggð mörg hús 1 Keflavík, en flest ofursmá. Á þessum árum hafði sjór gengið mjög á land, þar Sem lægst var og flætt upp á Hafnargötuna í stór- síreymi. Ágúst lét byggja mikla varnargarða með sjónum sem lágu frá norðanverðri Miðbryggjunni °8 ut í Gróf. Símon Eiríksson steinsmiður var feng- nn til að vinna verkið. Duusbryggjan sem hafði Verið byggð úr timbri, var nú fyllt af grjóti til að hún uéldi betur. Ágúst hefur að öllum líkindum látið byggja brunn Sem stendur við Brunnstíg. Til stóð að íbúarnir Kristjana Duus borguðu vatnsskatt upp í kostnaðinn og til viðhalds á brunninum. Þetta gekk ekki eftir menn mótmæltu vatnsskattinum þegar átti að borga. Ágúst Olavsen gekk með stóran draum í mag- anum. Hann var vanur því að geta gengið um listi- garða Ameríku og langaði til að koma upp blóma- og trjágarði í Keflavík. Hann hafði hugsað sér að listigarðurinn yrði stað- settur fyrir ofan nýja verslunarhús Duus verslunar sem flutt var frá Danmörku, sem þá var orðið heim- ili og sölubúð Duusverslunar. Hafði hann í því skyni látið byggja steingarð stóran sem að Símon Eiríksson steinsmiður sá um að hlaða fyrir hann. Hvorki trén né blómin fóru niður í moldina því Ágúst var fluttur um set til Duusversl- unar í Reykjavík árið 1909 og lést í Danmörku skömmu síðar. Það má velta því fyrir sér hvort allar þessar fegrunaraðgerðir Ágústar hafa orðið of stór tala í bókhaldi Duusverslunar. Ágúst giftist aldrei en hann eignaðist eina dóttur sem hét Ágústa Ólafía. Ágúst hafði ráðskonu á heimili sínu um langt skeið sem hét Ingibjörg Guð- mundsdóttir hún tók að sér bróðurson sinn sem varð síðasti verslunarstjóri Duusverslunar. Duus verslun var seld árið 1920 með húsum og mannvirkjum fyrir kr 350.000 kr. Kaupandinn var Matthías skipstjóri Þórðarson frá Móunt á Kjal- arnesi. RannveigL. Garðarsdóttir (Samantekt úrSögu Keflavíkur 1766 - 1890 og 1890 - 1920 með leyfi höfundar ) Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs við Berghóla að Helguvík Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs auglýsir frá og með 16. maí 2007 breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 1998 - 2018. Breytingin á aðalskipulagi nær til 958 ha svæðis. í breytingunni felst að stór hluti svæðis sem áður féll undir varnarsvæði og Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 2005-2025 verður að svæði í Sveitarfélaginu Garði. Skilgreint er iðnaðarsvæði, afmarkað er þynningarsvæði vegna starfsemi álvers, gerð grein fyrir orkuöflun og afmörkuð lega raflína og skilgreindar takmarkanir á landnýtingu vegna ofan- greindra breytinga. Gögnin liggja frammi á bæjarskrifstofu til 27. júní 2007. Samhliða eru auglýstar breytingar á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 1995-2015 og aðalskipulagi Kefla- víkurflugvallar 2005-2025. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gef- inn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og skul þær vera skriflegar og undirritaðar. Frummatsskýrsla HRV um áhrif fyrirhugaðs álvers í Helguvík hefur verið gefin út og birt á vefnum www.hrv.is . íbúar eru hvattir til að kynna sér til- lögurnar og frummatsskýrsluna. FAXI 7

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.