Faxi - 01.05.2007, Blaðsíða 16
Lengi hefur verið talið að Ingólfur Arnarson hafi
numið ísland og sest hér að árið 874. Er löngu
komin hefð á að tímasetja landnám norrænna
manna þetta umrædda ár en raunin er þó sú að
Ari fróði nefnir það hvergi í íslendingabók sinni
sem hann tók saman áður en hann hóf samantekt
landnáma sem þó er í dag aðeins varðveitt í eft-
irritum 13. og 14. aldar ritara. Álitið erað ártalið
874 sé einmitt sprottið af útreikningi 13, aldar
manna og stafi af óljósum ástæðum. Fyrst birtist
það í Sturlubók landnámu á 13. öld. Að því er
séð verður nam Ingólfur hér land nokkru fyrr
eða nálægt 870 ásamt Hjörleifi Hróðmarssyni,
fóstbróður sínum og sátu þeir fyrsta veturinn
í höfðunum sem bera nöfn þeirra og enn eru á
sínum stað við sanda Suðausturlands. Sennilegt
er að Ingólfur hafi sökum vina og veðurs orðið
að hlcypa skipi sín í land við Ingólfshöfða til að
halda lífi en Hjörleif hrakti lengra vestur með
16 FAXI
landi og tók hann land síðan við Hjörleifshöfða
en þar var þá fjörður inn í landið svo hann gat
haft skipið þar hjá sér.
ís og kuldar
Skipalægi var hinsvegar ekkert við höfða Ingólfs
og undirstrikar sú staðreynd að þar hefur hann
orðið að hleypa skipi sínu á land eins og land-
námsmenn gerðu margir. Ferðina til fslands 870
höfðu þeir Ingólfur og Leifur undirbúið vandlega
og veturinn 864-5 eða 867-8 dvöldu þeir árlangt
í Álftafirði eystra og könnuðu þaðan landið. Sáu
þeir þá að landið var byggilegra syðra en nyrðra
og má vera að þennan vetur hafi verið ís við landið
og kuldar svo miklir að þeir hafa áttað sig á hvar
byggilegast var sakir hafísa. Til þess bendir meðal
annars bústaðaval Ingólfs við Faxaflóa. f vetrardvöl
sinni hafa þeir að líkindum siglt umhverfis landið.
Ekki getur Landnáma þess hve margir voru í för
með Ingólfi og Leifi í ferðinni 870 en þó eru þar
þrælar nefndir írskir sem Leifur tók í ferð til frlands
árinu áður er þeir héldu í seinni íslandsferð sína. Þó
má gera því skóna að margt manna hafi verið með
þeim þar sem þeir hugðust setjast að á íslandi. Þess
er ekki getið hvort Ingólfur hafi þá verið kvæntur
Hallveigu Fróðadóttur en fræðimenn hafa talið að
svo væri, til að mynda Guðbrandur Vigfússon í
ritgerð sinni um tímatal í íslendingasögum.
Eiginkonum þrælanna þyrmt
Þar álítur hann að Þorsteinn sonur Ingólfs og
Hallveigar hafi dáið um eða nærri miðri tíundu
öld, aldraður maður. Aldur hans má meðal ann-
ars ráða af forystu hans um stofnun héraðsþings
sennilega á árunumm um 900-905. Þar er Ingólfur
hvergi nefndur sem stofnandi en landsnámsmenn
á Kjalarnesi hvöttu til stofnunar þingsins ásamt
fleiri vitrum mönnum í landnáminu sem þó eru