Faxi

Årgang

Faxi - 01.05.2007, Side 12

Faxi - 01.05.2007, Side 12
Ragnheildur Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaöur Bjargarinnar -varformlega opnaö þann 4. febrúar 2005 Upphaf Bjargarinnar Guðrún Ágústa Steinþórsdóttir núverandi félagi í Björginni hefur í mörg ár glímt við erfiða geðsjúkdóma. Vorið 2003 fór hún á fund bæjarstjórans í Reykjanesbæ þar sem hún benti á þörf fyrir skipulagt félagsstarf fyrir geðfatlaða á Suðurnesjum. Það var síðan fyrir tilstuðlan Fjölskyldu og félagsþjónustu Reykjanesbæjar, Svæðisskrifstofu málefna fatl- aðra á Reykjanesi og Sjálfsbjargar á Suðurnesj- um, að þeirri hugmynd var hrint í framkvæmd og Björgin, athvarf fyrir fólk með geðraskanir var formlega opnað þann 4. febrúar 2005. Björgin er rekin með styrkjum frá opinber- um aðilum, fyrirtækjum og félagasamtökum Uppbyggingin hefur gengið framar vonum og greinilegt að þörfin fyrir slíka þjónustu er mikil. Björgin er eina úrræðið sinnar tegundar fyrir fólk með geðraskanir á Suðurnesjum en á svæðinu búa um 20 þúsund manns. Talið er að einn af hverjum íjórum íbúum þjóðarinnar þjáist á einhverjum tímapunkti í lífi sínu af geðröskun. Rótarýklúbbur Keflavíkur styrkti meðal ann- ars útgáfu á bæklingi um Björgina. í honum er að finna helstu upplýsingar um starfsemina. Þessum bæklingi var meðal annars dreift á geðdeild Landspítalans, Reykjalundi, Klepp- spítala, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og félagsþjónustur á Suðurnesjum svo eitthvað sé nefnt. Stuðningur sem þessi er afar mikilvægur fyrir uppbyggingu starfseminnar. Starfsemin I Björginni er lögð áhersla á þægilegt andrúmsloft þar sem félagar taka virkan þátt í starfseminni, eftir getu hvers og eins. Opn- unartími er frá 10 - 16 virka daga og 13 - 17 á laugardögum. Morgnarnir eru rólegir og not- 12 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.