Faxi - 01.05.2007, Blaðsíða 6
Bryggjuhúsið, sem hér er á miðri mynd, bar nafn með rentu. Á þessari mynd er verið að afgreiða tunnur á bryggjunni, til eðafrá vörugeymslunni. Brugghúsið er lengst
til hœgri. Verslunarhús Duusverslunar eru í baksýn.
honum kynntust, rak hann verslunina með mikilli
fyrirhyggju og naut almenns trausts“.
Verslun Duus efldist undir styrkri stjórn Krist-
jönu og Hans Peters. Fögur og háreist húsin risu í
Keflavík. Þrem árum eftir að Hans Peter og Daníel
taka við fyrirtækinu láta þeir reisa nýtt verslunar-
hús yfir búðina sem stendur enn í dag og er kölluð
„Gamla búð”. Sex árum síðar reisa þau Hans Peter
og Kristjana nýtt pakkhús „Bryggjuhúsið“. Leysti
það af hólmi, sams konar byggingu, sem hafði verið
reist í tíð einokunarverslunarinnar. I dag er Menn-
ingar - og listamiðstöð Reykjanesbæjar til húsa
norðan við pakkhúsið.
Fischersverslun
Sama ár og pakkhúsið er byggt kemur til Keflavíkur
Waldimar Fischer sem hafði keypt verslun Siemsen
sem var fyrir í þorpinu. Fjórum árum síðar byggði
Waldimar Fischer hús sem eflaust hefur stungið í
stúf við aðrar byggingar í þorpinu, og var þá talið
fallegasta húsið á öllu Suðurlandi.
Húsið var flutt hingað tilsniðið frá Danmörku,
hver spýta var merkt áður en húsinu var pakkað
niður, og það síðan reist í Keflavík án þess að einn
einasti nagli væri notaður í grindina, húsið var allt
geirneglt. Fischershús stendur við Hafnargötu 2 og
hýsir Galley Björg.
Vinsældir Duushjónanna
Hans Peter og Kristjana öfluðu sér vinsælda meðal
Suðurnesjamanna og verslun þeirra þótti rekin af
framsýni og stórhug. Þau eignuðust 3 börn sem öll
fæddust í Keflavík. Árið 1881 veiktist Hans Peter
kaupmaður, þá fluttu þau alfarin til Kaupmanna-
hafnar í þeirri von að Hans Peter fengi lækningu
þar. H.P. Duus lést 3 árum síðar eða árið 1884 að-
eins 55 ára. Þá var Kristjana 40 ára með þrjú börn á
Pétur Duus
framfæri sem voru á aldrinum 8,6 og 4 ára.
Kristjana Duus og Ólafur Olavsen
Frú Kristjana Duus stjórnaði versluninni eftir
lát manns síns og fékk til liðs við sig yngsta bróð-
ur sinn Ólaf Ásbjörn Sveinbjörnsson sem kallaði
sig Ólaf Olavsen. Hann varð seinna meðeigandi
í Duusverslun. Ólafur Olavsen var giftur Ásu
Jacobsen hún var systur Egils Jacobsens kaupmanns
í Reykjavík.
Þau fluttu til Kaupmannahafnar árið 1886 og
Ásta Tómasdóttir Bech
urðu aldrei búsett eftir það hér á landi.
Ása var barngóð með eindæmum. Hún kom nokkr-
um sinnum til Islands og þá til Keflavíkur og bauð
þá öllum börnum í þorpinu heim til sín og hélt þar
miklar veislur með tilheyrandi veitingum.
Ása stóð fyrir jólatrésskemmtun fyrir börn á hverju
ári og stjórnaði þvf frá Kaupmannahöfn ef hún
komst ekki sjálf á staðinn. Skemmtunin var haldin
á neðstu hæðinni í Pakkhúsinu en þar var stór salur
sem notaður var sem fiskigeymsla. Salurinn var
pússaður og þveginn. Þar var sett stórt jólatré á mitt
6 FAXI