Faxi

Årgang

Faxi - 01.05.2007, Side 9

Faxi - 01.05.2007, Side 9
bensínbílar á íslandi sent um 436.000 tonn af kol- efnistvíildi út í andrúmsloftið. Væri fjöldi einkabíla á hvert mannsbarn í heiminum svipaður og nú er í vestrænum heimi og bíllinn notaður með svipuðum hætti og þar er gert þá má gera ráð fyrir, að bílafloti heims losaði um tíu þúsund milljón tonn af kolefn- istvíildi út í andrúmsloftið. Vandinn er því rnikill og margþættur og verður lausnin að byggjast á nýrri tækni, hreinunr orkugjöfum og breyttu hugarfari. fslendingar geta lagt mikið til lausnar þessa vanda sé rétt á spilum haidið í náinni framtíð og það sem HS getur m.a. lagt til er hugmyndin að auðlindagarði á borð við þann í Svartsengi, sem felur í sér samofna nýtingu margs konar ólíkra hlutbundinna og óhlut- bundinna auðlinda og djúpborun í síkvik gliðn- unarbelti jarðar." Islenskur háhitaiðnaður á tíniamótum Albert segir ennfremur að sú staðreynd að há- hitavirkjanir Hitaveitu Suðurnesja hf. og Orkuveitu Reykjavíkur hafi séð stækkun Norðuráls hf. fyrir 153 MW rafafls sem stækkunin útheimti marki tvímælalaust tímamót í virkjanasögu landsins. „f fyrsta sinn reiðir orkufrekur iðnaður sig á rafmagn, sem umbreytt er úr varmorku í jarðhita- vökva. Þessi staðreynd leiðir hugann að því hvort við íslendingar höfum ekki á undanförnum árum lagt of ríka áherslu á virkjun fallvatnanna einna. Um áratuga skeið hefur íslenska orkustefnu sárlega vantað og því miður virðist skilningur yfirvalda á mikilvægi þess að til sé lifandi og síbreytileg orkustefna, sem þátttakendum á markaði sé gert að fýlgja og rnóta með yfirvöldum sé frekar sljór þó svo breyting til batnaðar hafi orðið á upp á síðkastið. Nýleg umhverfislöggjöf og kröfuhörð skipulagslög ásamt hvassri umhverfisumræðu á Islandi, eylandi í heimi án landamæra þrýsta á um, að kannað sé hverjar séu orkulindir landsins og á hvern hátt þær verði sem hagkvæmast og best samnýttar. Hellisheiðar- og Reykjanesvirkjun kalla nú þegar stíft á öflugar jarðhita- og grunnvökvarannsóknir á háhitasvæðum í gliðnunarbeltum landsins svo unnt verði að sjá framtíðar iðnaði fyrir endurnýjanlegri orku á samkeppnishæfu verði.“ Auðlindagarður í Svartsengi „Þar sem sjálfbær þróun er skært leiðarljós Sjálfbær þróun snýst 11 ni manninn >,Hugtakið sjálfbær þróun kemur fýrst fram hjá nefnd Urn umhverfi og þróun, I-hundtlandsnefndinni," segir ólbert. „f fyrstu grunnreglu WÓ yfirlýsingarinnar segir: Sjálfbær þróun snýst um nianninn og möguleika hans. Pólk á að geta starfað og lifað heilbrigðu lífi í sátt við náttúruna.” Sjálfbær þróun er sem sé þróun, sem mætir þörfum samtímans án þess að skerða framtíðarmöguleika komandi kynslóða. Þróunin grundvallast á þremur megin þáttum sem eru: 1) efriahagsvöxtur, 2) jöfnuður og vernd umhverfis °g svo 3) félagsleg velferð. Mikilvægur þáttur í sjálfbærri þróun hvers samfélags er vinnsla end- Urnýjanlegra orkulinda. Vatnsorka og jarðvarmi slands eru hreinar og endurnýjanlegar orkulindir. Nýting orkulindanna getur haft noldcur áhrif á nanasta umhverfi sitt þó svo áhrifin séu hverfandi fniðað við vinnslu og notkun hvers kyns kolvetna. Þessu til skýringar þá var áætlað að árið 1998 hefðu FAXI 9

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.