Faxi

Volume

Faxi - 01.05.2007, Page 14

Faxi - 01.05.2007, Page 14
Björk Friðfinnsdóttir og Ragnheiður Sif skoða bækling sem gefinn var út um Björgina. og Björgina til að hafa eitthvað fyrir stafni og til að einangrast ekki félagslega. Aðrir eru að stíga sín fyrstu skref eftir áfall og þurfa mikinn stuðning og eftirfylgd. Enn aðrir eru komnir það langt í sínu bataferli að þeir eru á leið út á vinnumarkað aftur. Einnig er hópur fólks sem er nú þegar farinn að vinna en kemur í Björgina þegar það á frí og nýtir sér sjálfshjálp- arhópana. Geðheilsa er eins og líkamleg heilsa, hana þarf að rækta jafnt og þétt. Þegar fólk fótbrýtur sig þá grær beinið jafnan með tímanum. Geðröskunum má líkja við sjúkdóma eins og sykursýki og hána blóðþrýst- ing. Þeir sem eru að kljást við þessa sjúkdóma þurfa sífellt að huga að áhættuþáttum eins og mataræði, álagi, streituvaldandi aðstæðum eða öðrum þáttum sem ýtt geta undir versn- andi ástand sjúkdómsins. Það sama á við um geðraskanir. Samfélagslegur stuðningur hefur reynst Björginni vel Samfélagslegur stuðningur eins og sá sem Rótarýklúbbur Keflavíkur hefur veitt er afar mikilvægur í uppbyggingunni og hefur gert okkur kleiff að byggja upp betri þjónustu við þá sem sækja Björgina. Slíkur stuðningur er mikilvægur, bæði hvað varðar rekstrarlegt öryggi, en einnig hefur hann víðtæk áhrif á fordóma. Því meiri sem almennur stuðningur er við verkefnið því meiri verður skilningur almennings á geðfötlun, en skilningur og þekking er besta leiðin til að ráðast gegn for- dómum. Stuðningur við þennan málaflokk skilar sér aftur til samfélagsins Geðrænir kvillar eru algengir og allir geta þjáðst af þeim Mikilvægt er að úrræði séu fyrir hendi í heimabyggð sem hjálpa fólki að fóta sig aftur í samfélaginu eftir veikindi og hjálpi langveikum að lifa með veikindum sínum án þess að þeir einangrist. Starfsemi Bjargarinnar miðar einmitt að því að hjálpa fólki að vera hluti af samfélaginu þrátt fyrir skerta heilsu. Þrátt fyrir velgengi starfsemi Bjargarinnar, er enn mikið starf óunnið í málefnum geðsjúkra á Suðurnesjum. Þverfaglegur hópur er nú að leggja grunn að frekari uppbyggingu á geðheilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum en þverfagleg samvinna fag- aðila og stofnana er mikilvæg ef byggja á upp heildstæða þjónustu fyrir geðsjúka. Afar mikilvægt er að ríki og sveitarfélög standi saman að uppbyggingu þessa mála- flokks, en málefni fatlaðra eru á hendi beggja. / setustofunni geta allirfundið eitthvað við sitt hœfi. itémmmmÉLM wmmágim Skrifstofa félagsins er að Hafnargötu 80. Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 9-16, föstudaga kl. 9-15. ORKUREIKNINGANA Eindagi orkureikninga er 15. hvers mánaðar. Látið orkureikninginn hafa forgang 14 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.