Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.2007, Blaðsíða 17

Faxi - 01.05.2007, Blaðsíða 17
ekki nafngreindir. Hafa fræðimenn því álitið að þá væri Ingólfur allur er þingið var stofnað og stofnun þess komið í hlut Þorsteins. 1 sambandi við dauða Hjörleifs er þrælarnir unnu á honum og flýðu til Vestmannaeyja þar sem Ingólfur drap þá, er rétt að benda á að konum þrælanna var þyrmt en þær voru 10 talsins eins og menn þeirra sem voru drepnir. Vitað er að á írlandi voru varnarlausar konur oft hluti af herfangi norrænna víkinga og að þar í landi bjuggu þeir iðulega við fjöllífi með slíkum konum þótt allajafna væru víkingar eiginkvæntir menn og ættu börn og heimili eins og Landnáma greinir m.a. frá. Skyldleiki f slendinga og Kelta Nýlegar erfðarannsóknir hafa líka sýnt að skyld- leiki íslendinga og keltneskra þjóða á Bretlands- eyjum er allmikill til forna og ekki síst hefur komið fram að íslenskar konur hafi átt tengsl þangað. Sé litið til þessara staðreynda má spyrja hvort Ingólfur hafi verið kvæntur maður þegar við komu sína til íslands um 870. Frásögn Landnámu af drápi Hjörleifs er opinská og ljóst er að Ingólfur hefur slegið eign sinni á þessar konur eins og annað sem Leifur lét eftir sig. En það voru auðvitað fleiri karl- menn með honum og Leifi og ljóst er að við þær nýju en þröngu aðstæður sem fylgdu landnáminu °g búsetunni fyrstu árin í ókunnu landi hefur verið stofnað til náinna kynna þótt það komi þó hvergi fram í Landnámu enda hafa fræðimenn álitið að Ingólfur og fólk hans hafi dvalið einsamalt í land- mu fram yfir orrustuna í Hafursfirði sem Haraldur hárfagri háði um 885 þar sem hann sigraði og hóf þar með að leggja suður og vestur Noreg undir sig. En eftir orrustuna í Hafursfirði stökk fjöldi fólks undan Haraldi til fslands og eyja við Skotland og bófst þá landnám á fslandi fyrir alvöru. Betri yfirsýn Eftir dráp Hjörleifs um 870 eða 871 dvaldi Ingólf- Ur annan vetur í Hjörleifshöfða 871-72 en hélt síðan landleiðina að því er virðist austur í Ölfus þar sem hann staðnæmdist undir Ingólfsfelli veturinn 872- 73 en hélt þaðan árið 873 til Reykjavíkur. Þau miss- eri er hann var í Ölfusi fundu þrælarnir Vífill og Karli öndvegissúlurnar neðan við Arnahvol þar sem nu er austurhluti Rvíkurhafnar. Öndvegissúlurnar skulu látnar liggja hér á milli hluta en af sögninni um þær má þó ráða að Ingólfur og menn hans hafa kannað ytri hluta þess lands, Reykjanes utanvert, sem síðar varð hluti af landnámi Ingólfs. Þær kann- ar>ir hafa þeir gert á dvalarstað sínum í Ölfusi enda hafa þeir þá verið komnir vestur yfir Ölfusá þaðan sem greiðara var um ferðir út á Reykjanes fyrir þá heldur en austan að enda eru vatnsföll mörg °g ógreiðfær austar. Auk kynna Ingólfs af landinu frá fyrri vetrardvöl þeirra Leifs fékk hann nú betri sýn á skagann á árunum 872-73 og hefur hann þá 1 uiegindráttum gert sér grein fyrir aðstæðum þar syðra bæði inni á landinu og meðfram sjónum sem Var mikilvægast. Þá hefur Ingólfur t.d. að fullu séð ut hvar hafnir og skipalægi voru best. Hann vissi því að nokkru að hverju hann gekk þegar hann kom °fan heiði og settist að í Rvík 873. Öruggt má telja að Ingólfi og mönnum hans hafi 'uætt fjöldi sela og rostunga við strendur Reykjanes- skaga og eigi löngu eftir ferðir þeirra um strend- Ur skagans verði til ýmis örnefni tengd þessum skepnum sem við þekkjum enn í dag. Selalátur voru þá víðar en síðar varð og örnefnið Rosmhvalanes verður trúlega til á þessum árum eða þeim allra næstu. Vinir og skyldulið Ingólfs Arnarsonar Þegar fyrstu landnámsmennirnir komu til Is- lands komu þeir á skipum sem gátu borið 3 tugi manna og rúmlega það. Þetta er þó álitamál. Ljóst er að áhafnir skipa hafa ávallt verið hluti þess fjölda sem skipin báru en áhafnirnar hafa skipað vinir og vandamenn þess landnámsmanns sem fór fyrir viðkomandi skipi. Síðan fylgu nánustu skyldmenni landnámsmannsins og fjölskylda ef hann átti þau og síðan annað fólk, svo sem þrælar og vinnufólk. Þannig var skipað því fólki sem fylgdi Ingólfi til íslands. Heimildir greina þó ekki nánar frá því fólki sem honum fylgdi en ljóst er af niðurskipan ættmenna hans til búsetu í landnámi hans að ætt- mennin hafa staðið honum allnærri og hafa fengið búseturétt á undan öðrum landsnámsmönnum. Steinunn gainla Steinunn gamla frændkona Ingólfs fór til íslands að sögn Hauksbókar og Sturlubókar Landnámu og var með Ingólfi hinn fyrsta vetur eins og báðar þessar heimildir geta um. Hún hefur að mati fræði- manna búið hjá Ingólfi fyrsta vetur sinn. Ekkert kemur þó fram f þessum heimildum af hverju Steinunn fór til Islands né hvernig. En ljóst er af orðalaginu að hún virðist ekki í byrjun hafa farið utan til að nema land þegar í stað eins og landnáms- menn gerðu oftast. Nær væri að ætla að hún hafi komið til landsins til dvalar hjá Ingólfi og að hann hafi þá „boðið“ henni land á utanverðu Reykjanesi. Athygli vekur að Ásbjörn Össurarson, bróðursonur Ingólfs, fékk landið næst honum að sunnan, þ.e.a.s. Hafnarfjörð, Straum, Álftanes og núverandi land sem Garðabær er nokkurnveginn á. Ætla má að Ásbjörn hafi komið út með Ingólfi þótt ekki séu um það heimildir en sú vísbending að land hans liggur næst landi Ingólfs getur vitnað um það. Enska heklan Sunnan við land Ásbjörns, svo ég noti orðalag af Suðurnesjum um stefnuna, tók við land þar sem Ingólfur „bauð“ Steinunni og náði það suður núverandi Vatnsleysuströnd um Njarðvík og út á Rosmhvalanes. Ingólfur gaf Steinunni sem sé landið en hún galt Ingólfi á móti hekluna ensku sem var yfirhöfn eða flík og vildi „kaup kalla" og kvitta fyrir gjöfina svo ekki yrði þeim kaupum rift. Má vera að hún hafi þá hugsað til þess tíma er Ingólfs nyti ekki lengur við enda virðast menn lengi á eftir hafa vitn- að til þessarar tryggingar eins og sjá má af Grettiss- sögu sem skráð var um 1300. Það er því hugsanlegt að Steinunn hafi ekki komið út til íslands fyrr en á seinni árum Ingólfs á árunum eftir 885 eða 890- 900. Ekki er þó útilokað að Steinunn hafi komið út með hópnum strax 870 enda er ljóst að skrásetj- arar Landnámu er afar orðfáir um Steinunni og fólk hennar. Sagnir þeirra eru til að mynda mun meiri og fyllri um Auði djúpúðgu sem kom á eigin skipi til Islands með fríðu föruneyti en Steinunn er hvorki orðuð við eigið skip í Landnámu né sérstakt fylgdarlið. Hauksbók getur þess þó að hún hafi átt Herlaug, bróður Skallagríms, og að synir hennar og Herlaugs hafi verið Arnórr og Njáll. Hvorki Sturlubók né Hauksbók geta um afkomendur frá þeim bræðrum né hvað um þá varð eða móður þeirra og það bendir til að engar ættir séu frá þeim komnar og að söguritarar á 12. og 13. öld hafi því minni sagnir um þá en ella. Kostamikil lönd Hið sama er að segja um Herjólf. Hann var „frændi Ingólfs og fóstbróðir" segir Hauksbók. Af þeirri ástæðu gaf Ingólfur honum land milli Vogs og Reykaness, bætir Hauksbók við. Ástæða þess að Ingólfur gefur skyldmennum sínum land suður með sjó hefur vafalaust verið sú að þau voru kostameiri og dýrmætari en löndin ofar í landnám- inu á Kjalarnesi og þar í kring. Hann raðar þannig fólkinu niður í kringum sig, á því er ekki vafi. Arðsemi þessa lands hefur Ingólfur metið út frá fiskveiðum og sjávarnytjum fremur en nytjum inn til landsins. Sú staðreynd að hann veitir hvergi Þor- steini syni sínum eignarland í landnámi sínu eins og Helgi magri gaf sínum börnum bendir til þess að Þorsteinn hafi verið einbirni hans og Hallveigar og að Þorsteinn hafi tekið við búsforráðum í Reykjavík að föður sínum látnum. Hugsanlega vísa ráðstafanir Ingólfs á landinu til vina og vandamanna eitthvað til aldurs Þorsteins eða fæðingartíma hans. Hann hefur ef til vill verið ófæddur þegar faðir hans ráðstafaði landi til fjarskyldari ættingja eða Þorsteinn væri allungur að árum. Um það vitnar sú gjörð Ingólfs að fá Ásbirni bróðursyni sínum landið sem lá næst Reykjavíkurjörðinni að sunnan um Álftanes og Hafnarfjörð. Þegar við eigum ekki börn sjálf standa systkinabörn hjörtum okkar næst. Þannig hefur Ingólfur líka hugsað þegar Ásbjörn fékk landið. Að minnsta kostri eru meiri líkur en minni fyrir því að hann hafi afhent Ásbirni landið fyrr en síðar á dvalartíma sínum í Reykjavík að búið hafi verið að koma því í annarra hendur áður en Þorsteinn kom undir eða varð fullorðinn. (Framh. í næsta blaði) FAXI 17

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.