Faxi - 01.05.2007, Síða 20
Runóljur Ágústsson,
framkvœmdastjóri
Keilis.
Vopnin kvödd:
Herstöð verður að lœrdómssetri
Talið er að milli 15-17 þúsund manns hafi heim-
sótt gömlu varnarstöðina á Miðnesheiði sunnu-
daginn 20. maí s.l. til að kynna sér aðstöðu til
háskólanáms sem á að hefjast á hausti komanda.
Keilir, ný miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs,
hefur lagt undir sig allstóran hluta gamla varn-
arsvæðisins og ætlar að bjóða upp á fjölþætt há-
skóianám auk ódýrustu ncmendaíbúðir á landinu
og ókeypis áætlunarferða fyrir nemendur milli
Reykjavíkur og nýja háskólasvæðisins. Fram-
kvæmdastjóri Keilis er Runólfur Ágústsson, fyrrv.
rektor háskóians á Bifröst, en stjórnarformaður
er Árni Sigfússon bæjarstjóri.
Háskólanám sem útflutningsgrein
„Keilir ætlar að nálgast menntun á Islandi með
alveg nýjum hætti“, segir Runólfur í samtali við
Faxa. „Við ætlum að byggja upp alþjóðlegt háskóla-
samfélag hér á Vellinum, sækja fram fyrir hönd ís-
lenskra háskóla og laða til okkar erlenda nemendur.
Við viljum leiða saman fyrirtæki og háskóla, þekk-
ingu og fjármagn, hvoru tveggja til nýsköpunar og
útrásar í íslenskum menntamálum. Við viljum gera
háskólanám á íslandi að útflutningsgrein með sama
hætti og gerst hefur á sviðum verslunar, fjármála,
bankamála og í fjölmörgum öðrum greinum hér-
lendis á undanförnum árum. Samstarf við Háskóla
íslands er lykilatriði í þessari framtíðarsýn og há-
skólanámið verður vottað í samræmi við gæðakröf-
ur Hí. Markmiðið er að leiða saman háskóla og
atvinnulíf, þekkingu og fjármagn. Hlutafélagið
Keilir verður þannig rammi utan um fjöbreytta og
margþætta starfsemi. Keilir er öflugt fyrirtæki strax
í upphafi með þrjá sterka og nokkurnveginn jafn-
stóra hluthafahópa. Háskóli Islands er stærstur með
100 milljónir, nokkur öflug íslensk útrásarfyrirtæki
eins og Glitnir og Icelandair koma næst. Fyrirtæki
Hermenn við friðsamlega afþreyingu í bragga á Keflavíkurflugvelli
20 FAXI