Faxi - 01.05.2007, Síða 21
Húsfyllir var á öllum kynningum Keilis, miðstöð vísinda ogfrœða á Miðnesheiði
félög og samtök heimamanna á Suðurnesjum með
um það bil þriðjung hlutafjár. Þetta er íjárfesting í
menntun og mesta fjárfesting einkaaðila í íslensku
menntakeríi frá upphafi.”
Vollurinn góður kostur
„Staðsetningin hér á Vellinum hentar mjög vel,”
segir Runólfur. “Þekkingarsamfélög og háskóla-
starfsemi byggja á alþjóðleika í vaxandi mæli og
okkar dyr út í heiminn er Keflavíkurflugvöllur og
eðlilegt að þekkingarsamfélag séu byggð upp á
slíkum stað. Þessa þróun höfum við séð hvarvetna
í nágrannaríkjunum, t.d. í Finnlandi. Við viljum
samtvinna háskólastarfið við tæknigarða, starfa með
lykilfyrirtækjum og nýta Völlinn sem grundvall-
arstyrkleikann í því starfi.“
Runólfur segir að starfsemi skiptist í fimm meg-
insvið eða klasa: orku, umhverfis- og auðlindamál;
flug, samgöngur og þjónustu; íþróttir, heilbrigði og
heilsa; öryggismál, alþjóðasamskipti og stjórnmál
og loks listir, afþreying og hönnun. Fyrstu skrefin
eru tveir sjálfstæðir skólar innan þessara klasa,
annarsvegar fluggreinadeild og hinsvegar svokölluð
flugakademía. Einnig er komin á full þróunarvinna
um alþjóðlegt nám í orku, umhverfi og auðlinda-
málum. Vinna við íþrótta, heilbrigðis og heilsuklasa
er þegar hafin, að sögn Runólfs.
Vopnin kvödd
„Hér tökum við gamla herstöð og breytum henni
1 háskólasamfélag," segir Runólfur. „Við gerum
okkur grein fyrir umfanginu. Hér bjuggu þegar
Afburðamiðstöð í Atlantshafi
Á netsíðu Keilis segir að enskt heiti félagsins „Atl-
antic Center of Exellence“ vísi til stöðu Islands í
alþjóðavæddum heirni og þess markmiðs félagsins
að byggja upp þekkingu, kennslu og rannsóknir á
háskólastigi í alþjóðlegu samhengi. Samkvæmt sam-
starfssamningi félagsins og Háskóla Islands munu
aðilar sameiginlega byggja upp alþjóðlegt háskóla-
nám á Keflavíkurflugvelli í þeim tilgangi að laða til
Islands erlenda kennara og háskólanema. Jafnframt
munu Keilir og Háskóli íslands standa sameiginlega
að þróun háskólanáms og kennslu, sérstaklega á
sviðum orkuvísinda og umhverfismála, jarðvís-
inda, sjálfbærrar þróunar, verkfræði, ferðamála,
lífríkis hafsins, norðurslóðarrannsókna, sam-
göngumála, alþjóða- og öryggismála. Háskólanám
á vegum félagsins verður vottað af Háskóla íslands
samkvæmt samstarfssamningnum í samræmi við
gæðakröfur Hí.
Hjálmar Árnason verður forstöðumaður fagskóla
en fyrsta verkefni hans er stofnun Flugakademíu
þar sem sinnt verður kennslu í allri flugtengdri
starfsemi. Steinunn Eva Björnsdóttir verður
umsjónarmaður Frumgreinadeildar sem hefur
starfsemi sína í haust.
og verði þær allar teknar í notkun á næstu árum
eins og stefnt er að gæti myndast þarna hátt í 1500
manna íbúðahverfi. fbúðirnar eru stórar og vel
búnar og verða að sögn boðnar í upphafi á lægra
verði en hjá Félagsstofnun stúdenta. Skortur er á
stúdentaíbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Innifalið í
leigunni eru endurgjaldslausar strætisvagnaferðir á
milli Keflavíkurflugvallar og háskólanna í Reykjavík
sem og netaðgangur. Sem dæmi má nefna að stór 3
herb. íbúð kostar 49 þúsund á mánuði og stúd-
íóíbúð í kringum 30 þúsund.
Hjálmar Árnason erforstöðu
maður nýsfagskóla Keilis.
flest var um 6000 manns, svipað og á Selfossi. Þetta
er svæðið sem við höfum til að fylla, við ætlum að
gera það hratt og vel og lykillinn er að byggja upp
háskólasamfélag eins hratt og hægt er. Markmiðið
er að ná hingað 500 íbúum strax næsta haust. Við
bjóðum bestu og glæsilegustu nemendaíbúðir á
landinu á mjög góðum kjörum með sérstakri teng-
ingu milli svæðisins og Háskóla íslands. Við viljum
byggja upp öflugt og skapandi háskólasamfélag þar
sem gott og skemmtilegt er að búa í bæði fyrir ein-
staklinga og fjöskyldur."
Keilir mun hafa milligöngu um útleigu á íbúðum
fyrir nemendur við lægra verði en almennt þekkist.
Stefnt er að því að leigja út 300 íbúðir í haust og
verða þá væntanlega milli 300-500 íbúar á gamla
varnarliðssvæðinu. Alls eru 1000 íbúðir á svæðinu
Glœsilegar íbúðir standa tilvonandi nemendum til boða á góðum leigukjörum.
FAXI 21