Faxi - 01.05.2008, Síða 4
1
Markaði djúp og merk spor
í uppbyggingu Suðurnesja
Tómas Tómasson, fyrrv. Spari-
sjóösstjóri, lést 28. mars síðastlið-
inn á 84. aldursári. Með honum er
genginn einn þeirra merku einstaklinga
sem mótuðu mannlíf, menningu og fram-
farir á Suðurnesjum með margháttuðum
störfum um áratugaskeið. Útför Tómasar
var gerð frá Keflavíkurkirkju 4. apríl.
Tómas fæddist að Jámgerðarstöðum í
Grindavík þann 7. júlí 1924. Hann lést á Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 28.
mars sl. Foreldrar hans voru Jórunn Tómas-
dóttir, húsfreyja, f. 31. mars 1890, d. 3. október
1966 og Tómas Snorrason, skólastjóri og leið-
sögumaður, f. 29. ágúst 1872, d. 20. desember
1949.
Maki, 6. desember 1952, Halldís Bergþórs-
dóttir, f. 23. september 1926. Foreldrar henn-
ar vom Ásgerður Skjaldberg, húsfreyja, f. 31.
maí 1894, d. 19. janúar 1993 og Bergþór Berg-
þórsson, bóndi, hótelhaldari og verkamaður, f.
13. maí 1893, d. 17. nóvember 1967.
Börn Tómasar og Halldísar
1. Ásgerður Kormáksdóttir gift Jóni R. Jó-
hannssyni. Þeirra böm eru: a. Jóhann Gunnar
Jónsson , b. Halldís Jónsdóttir. Maki Halldísar
er Sigurður Ingimundarson og börn þeirra eru
Nói Sigurðarson og Frosti Sigurðarson.
2. Jómnn Tómasdóttir, sambýlismaður Skúli
Thoroddsen. Dóttir þeirra er Halldís Thorodd-
sen.
3. Halla Tómasdóttir gift Pálma B. Einars-
syni. Börn þeirra em: a. Linda B. Pálmadóttir,
sambýlismaður Björn Vilberg Jónsson. Dóttir
þeirra er Jórunn, dóttir Lindu er Þórdís Halla
Gunnarsdóttir. b. Jómnn Pálmadóttir, látin
2004. c. Finna Pálmadóttir, sambýlismaður
Guðjón Árni Antoníusson, d. Tómas Pálma-
son.
4. Bergþóra Tómasdóttir, sambýlismaóur
Tómas Tómasson var forseti bœjarstjórnar í Kejiavik frá 1970-1986. Enginn hefur gegnt
embœttinu lengur í bæjarfélaginu.
Stefán Eyjólfsson. Dóttir þeirra er Bryndís
Stefánsdóttir.
5. Tómas Tómasson, sambýliskona Svala
B. Reynisdóttir. Sonur þeirra er Tómas Tóm-
asson.
Náms- og starfsferill
Tómas lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum
á Akureyri árið 1943. Hann lauk cand. juris
prófi frá Háskóla Islands árið 1950 og fékk
réttindi sem héraðsdómslögmaður 1951.
Tómas stundaði lögfræðistörf á Akureyri frá
1950 til 1951 og var jafnframt ritstjóri Islend-
ings. Hann starfaði sem fulltrúi hjá bæjarfó-
getaembættinu í Keflavík frá 1954 til 1961. Frá
þeim tíma og allt fram til þess að hann tók við
starfi sparisjóðsstjóra við Sparisjóðinn í Kefla-
vík árið 1974 rak hann eigin lögfræðiskrifstofu
og fasteignasölu í Keflavík.
Félagsmál
Tómas vann alla tíð ötullega að félagsmálum.
Hann var formaður Stúdentaráðs HÍ frá 1947
til 1948. Hann var einn af stofnendum Lions-
klúbbs Keflavíkur og fyrsti formaður klúbbs-
ins. Hann var umdæmisstjóri Lionshreyfing-
arinnar á íslandi frá 1960 til 1961. Hann var
jafnframt einn af stofnendum Oddfellowstúku
í Keflavík árið 1976 og fyrsti yfirmeistari
4 FAXI