Faxi - 01.05.2008, Qupperneq 5
hennar auk þess sem hann átti sæti í yfirstjóm
reglunnar á íslandi.
Stjórnmál
Tómas var ætíð mikill áhugamaður um sveita-
stjómarmálefni og sterkur talsmaður samein-
ingar minni sveitafélaga í stærri einingar. Hann
var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í
Keflavík frá 1954 til 1962 og síðan frá 1970
fil 1986. Hann var varaforseti bæjarsjórnar frá
1954 til 62 en forseti bæjarstjórnar frá 1970 til
86. Hann var formaður bæjarráðs i átta ár, frá
1954 til 62. Hann lagði hönd á plóg til margra
góðra verka í sínum heimabæ. Tómas sat í
margvíslegum nefndum og stjórnum á vegum
Keflavíkurbæjar og i samstarfi sveitafélaga á
Suðurnesjum. Hann var í miðstjórn Sjálfstæð-
isflokksins frá 1975 til 1979. Árið 1978 var
hann kosinn af Alþingi til setu í stjórnarskrár-
nefnd.
I ininningu ástríks eiginmanns ogfóður
Hann er brimgarðurinn
sem öldur lífs okkar brotna á
Hann er vindurinn
sem hvíslar viskunni í eyru okkar
Hann er regnið
sem ræsir fram sorgina
Hann er máninn
sem brosir til okkar í myrkrinu
Hann er sólin
sem sveipar okkur birtu og yl
Hann er skærasta stjarnan
sem lýsir okkur leiðina í nóttinni.
Hann er skjólið okkar.
Jórunn Tómasdóttir
Tómas Tómasson er látinn. Hann vissi hvert
stefndi, var við öllu búinn og tók orðnum
hlut af yfirvegun og æðruleysi. Hvítblæði tók
stjórn á atburðarásinni í lok febrúar, upphaf að
endinum. Þeim fyrirsjáanlegu úrslitum mætti
Tómas í styrk trúar og það var eins og honum
léki fremur forvitni á að kynnast endalokunum
en að kvíða þeim.
Hans hinsta för varð honum að athyglis-
verðum ferli. Dæmigert fyrir Tómas, að vilja
kynnast málum að eigin raun, láta ekki segja sér.
hannig voru líka mín fyrstu kynni af Tómasi,
aö hans frumkvæði, fyrir um tveim áratugum.
Hann bankaði óvænt uppá, áður en Jórunn
dóttir hans hafði haft tækifæri til að kynna mig
fil Qölskyldunnar. Þá þegar var mér ljóst að
Tómas og Halldís, kona hans, á yngri árum í
Albert Hall.
Tómas og Halldís á Þingvöllum ásamt Guð-
björg Samúelsdóttur.
þar fór höfðingi og húmanisti, mannvinur með
útgeislun, foringi. Tómas var afar vel greindur
og hafði ástríðu fyrir aukinni þekkingu og
símenntun. Hann var víðsýnn og skýr, óvenju
bóngóður og hjálpfús og vildi greiða hvers
manns götu án þess að ætlast til nokkurs fyrir
sinn snúð. Ég hef fyrir satt að lögmannsstörf
hafi oftar enn ekki verið unnin án endurgjalds.
Honum fór því ljárhagslega betur að stunda
launavinnu en reiða sig á sjálfstæðan rekstur,
enda fór það svo að honum var trúað fyrir
ábyrgðarstörfum í sínu samfélagi.
Hann var óumdeildur leiðtogi sjálfstæðis-
manna í Keflavík um árabil og forseti
bæjarstjómar þar í 16 ár, lengur en nokkur
annar. Það óvenjulega við Tómas i pólitíkinni
var sú bjargfasta lífsskoðun hans að vinna
samfélaginu gagn, ekki til eigin frama. Að
hygla sér eða mylja undir sína var ekki hans
stíll. Hann hafnaði öruggu þingsæti, vildi
heldur nota hæfileika sína lieima í héraði.
Hann var talsmaður sameiningar sveitar-
félaga vegna þess að það var skynsamlegt,
hagkvæmt og mundi styrkja nærþjónustu
á svæðinu. Hann lét sig menntamál varða,
var einn öflugasti frumkvöðull að stofnun
Fjölbrautaskóla Suðurnesja og að þangað
yrði ráðinn hæfasti stjórnandi. Skipti þá ekki
máli þó sá hinn sami kæmi úr röðum hörðustu
andstæðinga i pólitik. Slíkt var aukaatriði.
Af mikilli framsýni var hann hvatamaður
að stofnun Hitaveitu Suðumesja, fyrirtækis
í þágu samfélagsins. Þá skipti máli að öll
sveitarfélögin á Suðumesjunt væru með
FAXI 5