Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.2008, Síða 6

Faxi - 01.05.2008, Síða 6
Tómas í rœöustóli á fundi stofnjjáraðila Sparisjóðsins íKeftavík ínóvember 2007. Fundur í hæjarstjórn Kejiavíkur i tilefni 25 ára kaupstaðarafmœlis bœjarins. í för, trúr hugsun sinni um sameiginlega hagsmuni. Sem sparisjóðsstjóri í Keflavík var honuni umhugað um stöðu sparisjóðanna og upprunalegt hlutverk þeirra í þágu íbúanna og honum stóð viss uggur af þeirri nútímaþróun bankamála sem hann efaðist um að væri hagsmunum fólksins til góðs. Hann var sjálfstæðismaður af gamla skólanum, stétt með stétt. Frjálshyggjan átti ekki upp á pallborðið, þótt hann verði alltaf sinn flokk, prinsipfastur, hvað sem á gekk. Tómas var vinamargur og heimili þeirra Hædýjar stóð öllum opið, hvenær sem var. Gestrisni var við brugðið. Fjölskyldan var þó í forgrunni, ekki síst barna- og barnabarnabömin sem áttu ljúft athvarf hjá allt um veíjandi afa þar sem fróðleikurinn varð skemmtun og frásögnin lifandi. Við hin sem eldri vorum áttum líka greiðan aðgang að visku- og kærleiksbrunni Tómasar. Fyrirþað vil ég þakka. Megi minning hans lifa. Skúli Thoroddsen Mig langar til að minnast vinar míns Tóm- asar Tómassonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra í Keflavík. Fljótlega eftir að ég fluttist til Keflavíkur kynnist ég Tómasi. Hann kom mér þannig fyrir sjónir að hann væri vel greindur ungur lögmaður, mjög félagslega sinnaður, bindindismaður og óhræddur að ræða þau mál- efni. Við Tómas áttum eftir að verða samferða á ýmsum sviðum. Ræðumaður var Tómas í fremstu röð, ég man oft eftir því á sveitarstjórnarráðstefnum í Reykjavík, hve margir fulltrúar á þessum fundum öfunduðu okkur af því að eiga slíkan mann í okkar röðum. Oft fannst mér Tómasi takast hvað best upp þegar hann var sem minnst undirbúinn. Á framboðsfundum gat hann orðið nokkuð hvassyrtur, austanvindamir voru honum ekki að skapi. Á síðari árum ræddum við stundum okkar langa og góða samstarf. Gagnkvæmt traust er það, sem gildir, sagði minn gamli og góði vinur. Er hægt að orða þetta betur en hann gerði? Ég held ekki. Sem betur fer sá Tómas margt af sínum áhugamálum rætast, m.a. sameiningu sveitarfélaga, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og uppbyggingu sveitarfélags okkar á sem flestum sviðum. I gegnum tíðina myndaðist traust og góð vinátta milli fjölskyldna okkar Tómasar, sem aldrei hefur fallið skuggi á. Tómas var hamingjumaður, hann eignaðist glæsilega og trausta eiginkonu, Halldísi Bergþórsdóttur, ætíð nefnd Hædý, og börn þeirra öll mikið mannkostarfólk. Á heimili þeirra er gott að koma, það þekkjum við Ásdís eiginkona mín vel, þar ræður ríkjum Hædý vinkona okkar, húsmóðurstarfið fer henni afar vel, heimilisrekstur í föstu formi og allar veitingar af bestu gerð. Við Dísa þökkum öll ferðalögin, sem við höfum farið með þeim hjónum, bæði erlendis og ekki síður innanlands, betri ferðafélaga höfum við aldrei átt. Hin síðari árin urðu Tómasi vini mínum erfið heilsufarslega, þurfti að ganga undir umfangsmiklar aðgerðir, sem tóku sinn toll af líkamsþreki hans, en andlegri reisn hélt hann þrátt fyrir öll sín veikindi. Á síðasta degi í lífi hans hitti ég íjölskyldu hans á Sjúkrahúsinu í Keflavík. Hædý bauð mér að líta inn til hans á sjúkrastofu hans, hann brosti til mín eins og vanalega. Mér var ljóst, að nú var komið að kveðjustund okkar. Eg sat hjá þeim mætu hjónum í nokkra stund, ld þessa ljúfmennis og gáfumanns var að Ijara út, en eftir stendur minningin um kær hjón, sem kunnu að lifa lífinu öðrum til eftirbreytni. Hvíl í friði, góði vinur, Tómas. Við hjónin biðjum guð að blessa þig, Hædý mín, og hans vernd fylgi þínu fólki. Hilmar Pétursson 6 FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.