Faxi

Volume

Faxi - 01.05.2008, Page 8

Faxi - 01.05.2008, Page 8
Eövarð T. Jónsson: Skömmu eftir hádegi fimmtudaginn 21. janúar 1932 hélt Keflavíkurbát- urinn Hulda GK 472 af stað frá Reykjavík áleiöis til heimahafnar. Bátur- inn hafði komið til viðgerðar í Reykjavík þremur dögum áður og lá við Steinbryggj- una í Reykjavíkurhöfn þar til viðgerð lauk 20. janúar. Rætt hafði verið um að Hulda héldi samdægurs til Keflavíkur en formaðurinn, Páll Magnús Pálsson, ákvað að fresta förinni til næsta dags. Þrír menn voru um borð við brottför auk formanns- ins: Magnús Sigurðsson vélstjóri, Dag- bjartur Guðbrandsson, háseti, og Jóhann Ingvason, fyrrverandi oddviti í Keflavík. Dagbjartur, tvítugur að aldri, hafði ný- lega verið ráðinn á Huldu og var þetta fyrsta ferð hans með bátnum. Jóhann var farþegi í þessari ferð. Fimmti mað- urinn, Erlendur Sigurðsson bróðir Magn- úsar vélstjóra, ætlaði einnig með Huldu til Keflavíkur þennan dag. Hann var kom- inn um borð þegar leysa átti landfestar en hætti skyndilega við og stökk í land þegar báturinn var að leggja frá. Örstutt vélarstöðvun Nokkrir menn voru staddir á Steinbryggj- unni þegar báturinn lagði úr höfn. Meðal þeirra var Símon Gíslason, vélamaður á Merkúr frá Keflavík. Þegar Hulda var að fara út með þeim hluta bryggjunnar sem var í sjó snerist afturendi bátsins upp að bryggjunni og vélin stöðvaðist sem snöggvast. Símon bar við réttarrannsókn síðar að hann hefði ekki séð hvort spaðarnir hefðu rekist í bryggjuna enda var hún í sjó og hann sjálfúr í nokkurri fjarlægð. Taldi Símon sennilegt að vélin hefði stöðvast annaðhvort vegna þess að spaðarnir hafi slegist í bryggjuna eða vélamaðurinn kúplað frá til þess að koma í veg fyrir að slíkt gerðist. Vélin fór strax af stað aftur og báturinn sigldi úr höfn. Báturinn sást síðast frá Gróttu Stinningskaldi var þegar Hulda lagði af stað Frú Steinbryggjunni i Reykjavík um 1930. Mynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur. 8 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.