Faxi - 01.05.2008, Page 9
:
eftir hádegi og brátt skall á hvassviðri með
dimmum hryðjum. Um fjögurleytið sá Har-
aldur Jónsson, bóndi í Gróttu, til Huldu um 2
sjómilur suðvestur af Gróttu. Gerði þá suðvest-
anhryðju og hvessti svo mjög að Haraldur taldi
yíst að báturinn myndi snúa við til hafnar. Svo
varð þó ekki. Hulda hélt áfram og miðaði vel
að því er virtist. Hryðjan stóð í um 20 mínútur
°g syrti mjög í lofti meðan hún gekk yfir. Þeg-
ar henni slotaði skyggndist Haraldur aftur eftir
bátnum en sá ekkert, hvorki ljós né annað. Þá
var farið að skyggja og hryðjurnar orðnar svo
þéttar að lítt birti upp á milli þeirra. Haraldur
var vanur að tilkynna Hafnarskrifstofunni ef
honum þótti eitthvað athugavert við ferðir báta
en svo var ekki í þetta sinn enda Keflvíkingar,
að hans sögn, vanir að fara fram hjá Gróttu í
vondum veðrum. Þetta var í síðasta sinn sem
sást til vélbátsins Huldu. Báturinn hvarf inn í
skammdegissortann og til hans og mannanna
um borð spurðist aldrei aftur.
Leit hafin
Þegar Hulda kom ekki fram fóru menn að
ottast um afdrif hennar og að sögn reykvísku
blaðanna var símað í allar áttir til þess að
grennslast fyrir urn bátinn. Rúmum sólarhring
eftir að hann fór frá Reykjavík var varðskip-
ið Þór sent til leitar. Slysavamafélagið lét
jafnframt útvarpa áskorun til skipa og báta á
Faxaflóa að svipast um eí'tir Huldu. Meðal báta
sem leituðu var mb. Súðin sem var að koma
að vestan. Varðskipið kom aftur til hafnar á
laugardagsmorgun og hafði þá leitað alla leið
vestur fyrir Þormóðssker en einskis orðið vart.
Þórsmenn höfðu þó séð olíutunnu á reki á milli
eyjanna. Þann 26. janúar rak bómu úr vélbáti
og hurð af stýrishúsi á land á Akranesi. Töldu
menn að hvortveggja væri úr Huldu.
Var Huldu neitað um olíu?
Þegar ljóst þótti að báturinn hefði farist flutti
Morgunblaðið þær fregnir að Verkamálaráð
Alþýðusambands íslands hefði beitt sér fyrir
því að honum hafi verið neitað um oliu fyr-
ir brottför. Heimildarmenn fyrir þessari frétt
voru útgerðaraðilar i Keflavík. Morgunblaðið
staðhæfði 23. janúar að vegna afgreiðslubanns
sem Verkamálaráðið hafði nýverið sett á Kefla-
víkurbáta hefði Hulda hvorki fengið afgreidda
olíu né vistir þegar hún ætlaði af stað þrátt
fýrir tilraunir til að útvega þessar nauðsynjar
í Reykjavík, Hafnarfirði og víðar. Báturinn
var þannig að sögn blaðsins „rekinn olíulaus
og allslaus út á sjó“. Morgunblaðið segir þó
að einhverjar olíubirgðir hafi verið um borð og
báturinn hafi því farið í útsynningsroki upp á
von og óvon um að olían mundi endast - og
það hefði hún líklega gert í góðu veðri. Með
Bátshvarfið olli mestu deilum
íslenskrar verkalýðssögu
r
þessu tölublaði Faxa birtist fyrsti
hluti ítarlegrar frásagnar um hvarf
vélbátsins Huldu frá Keflavík. Bát-
urinn lagði út höfn í Reykjavík þann 21.
janúar 1932 og síðan spurðist ekki til
hans meira. Bátshvarfið olli einhverj-
um hatrömmustu deiluni sem um getur
í íslenskri verkalýðssögu. Ásakanir um
mannrán, misþyrmingar, skemmdarverk
og jafnvel morð gengu á milli deiluaðila,
samtaka launþega og atvinnurekenda.
Deilurnar urðu til þess að nýstofnað
Verkalýðsfélag Keflavíkur var lagt niður
fáeinum dögum eftir sjóslysið. Ætla má
að sá harmur sem var kveðinn að öllu
byggðarlaginu við fráfall þeirra sem fór-
ust með Huldu hafi átt ríkan þátt í að
yfirgnæfandi meirihluti verkamanna
greiddi atkvæði með niðurlagningu síns
eigin félags í janúar 1932. Verkalýðs-
félagið var endurreist tæpu ári síðar
undir nafninu Verkamannafélag Kefla-
víkur (síðar Verkalýðs- og sjómanna-
félag Keflavíkur).
Þegar þessir atburðir gerðust var heim-
skreppan gengin í garð á íslandi og hún olli
þungum búsiljum í sjávarplássum suður
með sjó. Árið sem Hulda fórst voru auglýst
í Lögbirtingi 6 nauðungaruppboð á fasteign-
um í Keflavík, allar í eigu útgerðarmanna eða
vélbátaeigenda í þorpinu. Þessi áföll skýra að
einhverju leyti hörð viðbrögð útgerðarmanna
við nýjum og vaxandi samtökum verkafólks
og kröfum þeirra um samningsrétt fyrir hönd
sjómanna og landverkafólks.
í eftirfarandi frásögn er stuðst við umfjöllun
í fjölda bóka, blaða og tímarita um Keflavík-
urdeiluna svonefndu og hvarf Huldu. Blöðin
eru Morgunblaðið, Alþýðublaðið og Vísir
á tímabilinu janúar-júní 1932. Timinn kom
út einu sinni i viku á þessum árum en ekki
verður séð að blaðið hafi nokkru sinni minnst
á hvarf Huldu né deilumálin í Keflavík fyrri
hluta árs 1932. Stuðst er einnig við grein-
argóða skýrslu lögreglustjórans í Reykjavík
sem tekin var við rannsókn málsins. Þá var
rætt við eldri Keflvíkinga sem muna þessa
atburði og sérfróða aðila sem þekktu vel til
vélbáta á þessum tímum.
Vélbáturinn Eining (síðar Hulda) var skráð
í GK umdæmi 26. júlí 1916. Eigandi var Jón
Jónsson í Junkaragerði og fleiri. Báturinn var
seldur Magnúsi Pálssyni og sex öðrum 28.
apríl 1917 og nafni hans breytt í „Hulda“ árið
eftir. Fyrstu meðeigendur Magnús voru þeir
Guðmundur Hannesson, Helgi Jensson, Guð-
mundur Árnason, Páll Magnússon, Sigurður
Gunnarsson, Guðmundur Sigvaldason og Jón
Jónsson í Junkaragerði. Síðar keyptu bæði
Jóhann Ingvason og Jón Gunnarsson Pálsson
hlut í bátnum. Magnús hafði ásamt öðrum
verið formaður á Huldu frá 1916. Hulda var
lengd árið 1922 og mældist 11.11 rúmlestir
brúttó eftir lengingu. Tvívegis var skipt um
vél í bátnum, fýrst 1919 (Alpha 22 h.a.) og
síðan 1929 (Skandia 40. h.a. tvígengis).
Eigandi bátsins árið 1929 var skráður fyrr-
nefndur Magnús Pálsson í Keflavík. Fullt
nafn hans var Páll Magnús Pálsson eins og
fram kemur á skráningarvottorði. Magn-
ús var meðal virtustu og aflasælustu skips-
stjómenda í Keflavík á þessum tíma eins og
fram kemur í ummælum samtiðarmanna og
aflaskýrslum. í eftirmælum er hann sagður
hafa verið „hinn athugulasti og aðgætnasti
af formönnum í Keflavík, en jafnframt hinn
ötulasti."
FAXI 9