Faxi - 01.05.2008, Side 11
PáU Magmís Pálsson, formaður á Huldu.
Skuldinni skellt á Verkamálaráðið
Strax og mönnum varð Ijóst að Hulda hefði
larist skelltu útgerðarmenn í Keflavík skuld-
■nni á verkalýðsforystuna. Föstudaginn 22.
Janúar sendi félag þeirra Verkamálaráði ASI
svohljóðandi skeyti: „Vélbáturinn „Hulda“
ekki kominn fram. Eftir góðum heimildum
leljum við Verkamálaráðið í Reykjavík ábyrgt
fyrir bát og mönnum."
Ekki er þess getið hvaða heimildir útgerð-
arnienn hefðu fyrir þessum grafalvarlegu ásök-
unuin. Alþýðusambandsstjórnin var á fundi
þegar skeytið barst frá Keflavík. Hún brást
hart við og mótmælti skeytinu sem ósönnum
og ærumeiðandi áburði. Verkamálaráð ASI
sendi tafarlaust kæru til lögreglustjórans í
Reykjavík, dagsetta 23. jan. 1932, og krafð-
ist þess að opinber réttarrannsókn fari fram út
af brottför mb. Huldu þar sem útgerðarmenn í
Keflavík hafi dróttað að ráðinu glæpsamlegu
atferli. Undir kæruna skrifa Héðinn Valdimars-
son, Jón Axel Pétursson, Ólafur Friðriksson og
Jóhanna Egilsdóttir.
Blaðadeilur hefjast
Ofsafengnar blaðadeilur hófust nú um málið
og komu þar við sögu öll reykvísku dagblöðin,
Morgunblaðið, Alþýðublaðið og Vísir. Gengu
þau tvö fyrstnefndu harðast fram í orrahríð-
inni.
Alþýðublaðið segir 23. janúar að „Morg-
unblaðsliðið“ beri þær sögur út á meðal fólks
að verkamenn í Reykjavík hafi skorið á land-
festar Huldu og hrakið vélbátinn olíulausan
frá bryggju. Blaðið segir þennan áburð sví-
virðilegan og ekki samboðinn mönnum sem
siðaðir vilji teljast. Bátsverjar hafi aldrei lent
í nokkurri deilu við alþýðusamtökin enda hafi
báturinn ekki kornið til Reykjavíkur í neinu
banni, hvorki frá félaginu í Keflavík né verka-
málaráðinu.
Blaðið segir síðan: „Rétt áður en báturinn
fór áttu menn tal við skipverja og kváðust þeir
hafa næga olíu, gætu jafnvel miðlað öðrum og
ekkert vera að vanbúnaði. Er þetta vottfast."
Gætinn og athugull formaður
I frásögnum blaðanna og viðmælenda þeirra
kemur fram að Magnús Pálsson hafi verið
þekktur sem gætinn og athugull formaður.
Óhugsandi var talið að hann hefði lagt af stað í
tvísýnu veðri með ónóga olíu og þannig stefnt
báti og skipverjum í hættu að þarflausu.
I framhaldi af þessu ber Morgunblaðið aftur
sína eigin frétt um olíuleysi Huldu. Blaðið seg-
ir þann 24. janúar að „samkvæmt símtali við
Keflavík“ sé því ekki þannig varið að vélbátinn
Huldu hafi vantað olíu þegar liann lét úr höfn.
Hinsvegar hafi Huldu vantað smurningsolíu
og Magnúsi heitnum hafi verið ómögulegt að
ná í smurningsolíu „sökum ofstopa og hótana
verkamálaráðsins“.
Sú skoðun að Hulda hefði hrakist olíulaus úr
höfn var mjög lífseig eins og sjá má af frásögn
Gunnars M. Magnúss í bók hans Ar og dag-
ar. Upptök og þróun alþýðusamtaka á Islandi
1875-1934. Þar segir að báturinn hafi ekki
fengið „afgreidda olíu eða aðrar nauðsynjar
sakir afgreiðslubanns Verkamálaráðs."
Lögreglurannsókn hefst
Hennann Jónasson, sem gegndi embætti lög-
reglustjóra í Reykjavík, lét þegar í stað helja
rannsókn á ásökunum Morgunblaðsins og út-
gerðarmanna í Keflavík. Rannsóknin beindist
fyrst og fremst að því að kanna hvort Hulda
hafi verið hrakin úr höfn með hótunum um
skemmdarverk eftir að fyrirtæki í Reykjavík
og víðar höfðu neitað henni um olíu til brott-
fararinnar.
Mánudaginn 25. janúar var réttur settur á
skrifstofu lögreglustjóra og haldinn í forföllum
Hermanns af fulltrúa hans Jónatan Hallvarðs-
syni með vottum. Dómarinn lét þess getið
strax í upphafi að samkvæmt upplýsingum frá
hafnarskrifstofunni hafi mb. Hulda komið lil
Reykjavíkur 18. janúar síðdegis og farið þrem-
ur dögum síðar, 21. janúar, laust eftir hádegi.
Réttarrannsóknin stóð í tæpan mánuð og
lauk 23. febrúar. Alls voru tólf manns kall-
aðir til yfirheyrslu, þar á meðal allir meðlimir
Verkamálaráðs ASI.
Verkalýðsforinginn yfirheyrður
Sá fyrsti sem kvaddur var fyrir réttinn var
Héðinn Valdimarsson, formaður verkamanna-
félagsins Dagsbrúnar. Héðinn var einn helsti
verkalýðsforingi landsins og jafnframt fram-
kvæmdastjóri Olíuverslunar íslands, en það
fyrirtæki hafði hann stofnað árið 1928. Héðinn
skýrði frá því fyrir réttinum að engar sérstakar
ráðstafanir hefðu verið gerðar af hálfu Verka-
málaráðsins né Dagsbrúnar gegn mb. Huldu
frá Keflavík meðan báturinn lá í Reykjavík.
Hinsvegar hefði Jón G. Pálsson útgerðarmaður
í Keflavík hringt í sig kvöldið áður og ákært
sig fyrir að vera valdur að slysförum Huldu.
Hefði Jón byggt þær sakagiftir á því að Héð-
inn ætti sæti í Verkamálaráðinu sem hefði gert
bátnum ómögulegt að vera í bænum. Jón sagði
í þessu símtali, að Magnús Pálsson hefði hringt
til konu sinnar skömmu áður en hann fór frá
Reykjavík og sagt henni, að hann gæti ekki
haldist við í bænum sakir óeirða. I lögreglu-
skýrslunni segir að Jón hafi ekki byggt ákæru
sína á öðru en þessu.
Héðinn kvaðst þá um morguninn hafa hringt
til Magnúsar í Höskuldarkoti í Njarðvíkum og
hafi hann sakað alþýðusamtökin í Reykjavík
um hið sama og sagt að Jóhann lngvason hafi
símað til konu sinnar hið sama og formað-
urinn á Huldu átti, að sögn Jóns G. Pálssonar,
að hafa símað til sinnar konu. Héðinn sagði
að sér væri ekki kunnugt um að amast hefði
verið við bátnum á nokkum hátt, hvorki af
alþýðusamtökunum né einstökum mönnum í
Reykjavík. Hann tók fram að Sigurður Guð-
mundsson verkamaður hefði verið viðstaddur
á bryggjunni þegar báturinn fór og gæti borið
um burtför hans.
Héðinn neitaði um smurningsolíu
Héðinn var þá spurður hvort honum væri
persónulega kunnugt um olíubirgðir um borð í
Huldu. Hann svaraði því til að Magnús Pálsson
hefði verið fastur viðskiptamaður Olíuverslun-
ar Islands og hefði fengið 8 tunnur af sólarol-
íu snemma í janúar. Magnús Pálsson og Egill
Jónasson, formaður á mb. Braga í Njarðvíkum,
komu á skrifstofu Héðins í Olíuverslun íslands
þriðjudaginn 19. janúar þegar verkbannið
var skollið á og bátar þeirra beggja lágu við
FAXI 11