Faxi - 01.05.2008, Qupperneq 14
W^mMifáWÆifáWárLðj\ieMuimini^^miítánsiýishherMötaumifasémilliliindáflu2Ínum^
öguleikarnir sem felast í miðlun og varðveisl11
sögu Keflavíkurflugvallar og Varnarliðsins vort'
ti! umræðu á fyrstu kynningu Flug- og söguset'
urs Reykjaness ehf í Bíósal Duushúsa í ReykjO'
neshœ 19. apríl sl. A sýningu sem haldin var i
tengslum við kynninguna gafað lita ýjölmargO
merkilega muni frá starfsemi Varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli.
Saga Varnarliðsins er saga okkar
Björk Guðjónsdóttir, forseti bæj-
arstjórnar Reykjanesbæjar, flutti
ávarp á fyrsta kynningarfund-
inum sem stjórn Flug- og söguseturs
Reykjaness stóö fyrir í Duushúsum 19.
apríl. I ávarpinu sagði Björk meðal ann-
ars:
„Það var 4. desember árið 2002 sem hóp-
ur áhugamanna kom saman til að stofna félag
sem hefði það að markmiði að stofna lifandi
safn um fiug og tengda starfsemi. Áhuginn á málefninu var mik-
ill og voru mættir á stofnfundinn íúlltrúar sveitarfélaganna, fulltrúar
flugfélaga, fulltrúarflugmálayfirvalda, fulltrúi Varnarliðsins, fulltrúar
flugvirkjafélagsins ásamt einstaklingum sem vildu taka þátt í að vinna
þetta verkefni og koma þessari sögu á framfæri.
Sagan um samskiptin
við Varnarliðið
„Áhugi minn kviknaði fyrir mörgum árum síðan varðandi þann þátt
sem lýtur að veru Varnarliðsins. Sagan um samskipti íbúa á Suð-
umesjum, varnarliðsmanna og ijölskyldna þeirra og þau miklu áhrif
á þetta svæði sem vera Varnarliðsins sannanlega hafði, það er sagan
okkar og hana þarf að rannsaka og varðveita. Ég hafði vakið athygli
sveitarstjómarmanna á Suðurnesjum á þessum málum og var mikill
áhugi fyrir því að vera þátttakendur í félaginu. Stofnfúndurinn var
mjög áhugaverður. Þarna var saman komið fólk víða að, sem hafði
mikla þekkingu á þessum málum og gríðarlegan áhuga fyrir að vinna
þessari hugmynd brautargengi."
Lifandi safn
„Markmiðið er enn það sama að stofna lifandi safn, en verkefnið er
ærið og bráð nauðsynlegt að standa vel að slíku. Margar hugmyndir
hafa komið fram hvemig best væri að standa að þessu verkefni sem
er mjög fjárfrekt. En til þess að unnt verði að koma hugmyndum í
framkvæmd þarf fjölbreytt og sterkt bakland þeirra sem styrkja safnið
fjárhagslega, það þarf fagfólk að verkefninu og virkan áhugahóp sem
stendur þétt að baki þessari hugmynd."
Varðveisla minja mikilvæg
Björk Guðjónsdóttir sagði að lokum:
„Mikill og vaxandi áhugi er á þeirri sögu sem Keflavíkurflugvöllur
geymir. Saga Keflavíkurfiugvallar er saga Varnarliðs og millilanda-
flugs og hún er einnig saga fjölmargra og margvíslegra fyrirtækja sem
störfuðu á Vellinum, hún er saga menningar, félagsstarfs, saga stjórn-
mála og saga íbúa á Suðurnesjum. Það er því mjög mikilvægt að
varðveita hluti hverskonar sem tengjast Keflavíkurflugvelli og einnig
ljósmyndir. Eflaust eiga margir í sínum einkasöfnum Ijósmyndir sem
hafa verið teknar á Vellinum við hin ýmsu tækifæri, þær þarf að varð-
veita svo unnt verði að miðla þessari sérstöku sögu. Ég hvet fólk til að
huga að hlutum og myndum i sínum fórum, en við tökum við minjum
sem tengjast þessari sögu.“
14 FAXI