Faxi - 01.05.2008, Blaðsíða 15
Ymsir munir frá dögum Varnarliðsins voru lil sýnis á kynningunni í Duushúsum.
Ljósmyndir: Þorgils.
Flestir munirnir á sýningunni eru í eigu tveggja
safnara og áhugamanna um þessa sögu, þeirra
Sævars Jóhannessonar og Hinriks Steinssonar.
t*á var sýndur herjeppi í eigu Tómasar Knúts-
sonar ásamt herjeppa í eigu Reynis Eiríks-
sonar, flugstjóra. Sýndar voru rnyndir úr safni
Heimis Stígssonar ljósmyndara frá árunurn
1961-1969 og einnig myndir frá Knúti Höriis,
stöðvarstjóra Olíufélagsins á Keflavíkurflug-
velli frá 1947 til 1993.
Vaxandi áhugi
Mikill og vaxandi áhugi er á þeirri sögu sem
Reflavíkurflugvöllur geymir. Saga Vallarins
er saga varnaliðsins og millilandaflugsins, en
tengist einnig fjölmörgum öðrum þáttum, svo
sem þróun byggðar í nágrenninu, íbúum svæð-
isins, ntargvíslegum íyrirtækjum og starfsemi,
félagastarfi, menningu og stjórnmálum. Mikil-
vægt er að varðveita söguna, byggingar, bygg-
ingarsvæði, hluti hverskonar, ntyndir, skjöl og
afla munnlegra heimilda. Með það að mark-
miði að rniðla til almennings þessari sérstæðu
og mikilvægu sögu. Almenningur er hvattur til
að huga að slíkum minjum í sínum fórum, en
tekið er við minjum er tengjast þessari sögu.
Áhugahópur starfandi
Áhugahópur um varðveislu og miðlun sögu
Kefiavíkurflugvallar hefur verið starfandi í urn
áratug. Margar hugmyndir hafa komið frarn
um hvernig best verður staðið að málum varð-
andi uppbygginu safns um sögu Vallarins. Það
er flókið og kostnaðarsaml að byggja upp og
reka safn. Því skiptir miklu að slík stofnun
hafi sterkt og ljölbreytt bakland, fjárhagslega,
faglega og hafi virkan áhugahóp. Nú er starf-
andi stjórn fyrir safnið en eitt af mikilvægari
verkefnum hennar er að afla hugmyndinni
fylgis sem víðast. Dagskráin í Duushúsunum
var íyrsti áfanginn í kynningarátaki hópsins.
Þar gátu áhugasamir skrifað sig á póstlista og
hitt fulltrúa félagsins.
Stjórnin
Stjóm Flug- og söguseturs Reykjaness ehf er
þannig skipuð: Björk Guðjónsdóttir alþing-
ismaður er formaður. Aðrir í stjóm eru Sigrún
Ásta Jónsdóttir forstöðumaður Byggðasafns
Reykjanesbæjar, Hinrik Steinsson flugvirki
og áhugamaður um her- og flugsögu Islands,
Tómas J. Knútsson áhugamaður um sögu
Keflavíkurflugvallar og Sævar Jóhannesson
rannslögreglumaður og áhugantaður um her-
og flugsögu lslands. Ráðgjafar stjórnar eru
Guðmundur Pétursson ráðgjafi hjá IAV þjón-
ustu, Friðþór Eydal upplýsingarfulltrúi hjá
Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar og Einar
P. Einarsson, áhugamaður um sögu Keflavík-
uiflugvallar.
Brautryðjandaverk um herstöðina
á Keflavíkurflugvell i
r
lok síöasta ári koni út stórmerk bók
Friðþórs Eydals „Frá heimsstyrjöld
til lierverndar - Ketlavíkurstöö-
in 1942-1950.“ Keflavíkurstöðin var
stærsta einstaka framkvæmd Banda-
n'kjahers á íslandi í síðari heimsstyrj-
öld. Hún var vettvangur mikilvægra
hernaðarumsvifa í styrjöldinni og ört
vaxandi alþjóðaflugs eftir að Islending-
ar eignuðust hana í stríðslok. Mikilvægi
Keflavíkurstöðvarinnar í varnaráætl-
unum Bandaríkjanna í upphafi kalda
stríðsins olli hatrömmum deilum um
afkastamesta samgöngumannvirki þjóð-
arinnar og samskipti íslands og Banda-
ríkjanna. í bókinni segir Friðþór frá til-
urð og starfsemi Keflavíkurstöðvarinnar
a örlagatímum þegar grunnur var lagður
að áratugadvöl Varnarliðsins.
Við upphaf síðari heimsstyrjaldar var enga
flugvelli að finna á íslandi og innan við 100
flugferðir höfðu verið farnar yfir Norður-
Atlantshafið. Styrjöldin og umsvif erlendra
herja í landinu gjörbyltu þjóðlífinu og skjót
framþróun í flugtækni og flugvallargerð
færði landið í alfaraleið. Bók Friðþórs lýsir
hlutverki herstöðvarinnar á Keflavíkurflug-
velli, umsvifúm í styröldinni og ört vax-
andi alþjóðaflugi að henni lokinni. Einnig er
lýst mikilvægi stöðvarinnar í upphafi kalda
stríðsins þegar grunnur var lagður að áratuga
dvöl Varnarliðsins. Fjallað er um hlutverk
Keflavíkuiflugvallar sem framvarðarstöðvar
í varnaráætlunum Bandaríkjanna og annarra
bandalagsþjóða íslendinga. Þá er fjallað um
skiptar skoðanir um hernaðarhlutverk þessa
afkastamesta samgöngumannvirkis lands-
ins og samskipti Islands og Bandaríkjanna á
þessum örlagaríku tímum.
Heimilda helur víða verið leitað til að
gæða frásögnina lífi, t.d. í innlendum og
erlendum skjalasöfnum og hjá einkaaðilum.
Fjöldi ljósmynda úr söfnum erlendra herja og
einstaklinga, sem fáar hafa birst áður, varpa
skíru ljósi á viðfangsefnið. Bókin er byggð
á skjölum hernaðaryfirvalda, íslenskra og
bandarískra stjórnvalda og frásögnum heim-
ildarmanna. Hún hefur að geyma mikið af
áður óbirtum fróðleik. Rúmlega 300 fáséð-
ar ljósmyndir úr söfnum erlendra herja og
einkaaðila varpa ljósi á viðfangsefnið.
Ríkisstjóm lslands veitti styrk til heim-
ildaöflunar og Menningar- og safnaráð
Reykjanesbæjar styrkti útgáfúna. Bókin kom
út 2007 og útgefandi er Bláskeggur.
FAXI 15