Faxi - 01.05.2008, Síða 18
Kerlingarbúðir
undir Vogastapa
Sumarið 1974 heimsótti ég Guðmund
Björgvin Jónssnn í Vogum, sem
fæddur var og uppalinn á bænum
Brekku undir Vogastapa. Sá bær var þá
löngu kominn í eyði. Fór Guðmundur með
mér út að Brekku og gengum við á fjör-
unni undir Vogastapa út í Hólmann og
þaðan út að Kerlingarbúðum sem voru yst
út undir Vogastapa að utanverðu. Kerl-
ingarbúðir voru ævaforn útróðrastaður á
litlum grasigrónum tanga sem þarna lá og
varð ekki komist út í hann gangandi nema
á háfjöru undir hlíðum Stapans að austan.
A flóði féll sjórinn upp að Stapanum og
allt í kringum tangann sem Kerlingarbúð-
ir eru á.
Líklega fornt útræði
Þarna hefur því orðið mikið landbrot og fyrr
á öldum, líklega fyrir 1800 eða sennilega
fyrr, hefur líklega mátt ganga þurrum fótum
út í Kerlingarbúðir undir Stapann heiman frá
Brekku. Hvort útræði var stundað frá Kerling-
arbúðum eftir að þangað varð alófært gang-
andi nema á ijöru er ekki ljóst, en þó er það
vel hugsanlegt. Vegna legu staðarins nálægt
hinum góðu fiskimiðum undir Vogastapa má
telja líklegt að menn hafi róið þaðan eins lengi
og fært var enda var styttra úr Búðunum á mið-
in undir Stapanum en t.d. úr Hólmanum sem
liggur innar undir Stapanum.
Nöturleg vist
Ur Hólmanum vará 19. öld hálftímaróður und-
ir Stapann, samkvæmt frásögn Ólafs Jónsson-
ar, fiskimatsmanns í Reykjavík sem Þórbergur
Þórðarson skráði 1934-35. Þar er raunar hvergi
minnst á Kerlingarbúðir og ekki heldur í sókn-
arlýsingu sr. Péturs á Kálfatjörn frá 1840. Frá
Kerlingarbúðum hefur því varla verið róið á
19. öld. Raunar hef ég hvergi séð þeirra get-
ið svo ég muni í þjóðsögum eða frásögum af
verferðum og vermönnum frá 18. og 19. öld.
Það hlýtur að stafa af því að útræði hafi lagst
niður vegna landbrotsins og erfiðleika á því að
komast út í Búðimar úr landi nema á bát á flóð-
inu. En hafi verið róið þaðan við þær aðstæður
hefur sú vist verið nöturleg og háskaleg með
köflum. Minnir raunar á verstöðina á Odd-
bjarnarskeri hinu alkunna.
Aflangar búðir
Að frá Kerlingarbúðum hafi menn róið á miðin
á miðöldum og fram á 17. öld er líklegast. Árið
1974 sáust þó enn tóftabrot á staðnum þegar
við Guðmundur Björgvin komum þangað á
síðsumarsdegi í góðu veðri. Voru tóftir þess-
ar minjar um aflangar búðir sem þarna voru
fyrrum fremur en ferhyrndar í Iaginu, en grasi
grónar. Ekki man ég nú eftir að vottur sæist
íyrir uppsátri en líklegt er að það hafi verið
að innaverðu við búðatangann. Annars má
vera að sú þögn sem er um Kerlingarbúðir í
prentuðum sögnum og sögurn frá 18. og 19.
öld stafi m.a. af því að þaðan hafi menn helst
róið úr Vogunum sjálfum en síður vermenn út
fjarlægari landshlutum. En frá Kerlingarbúð-
um gátu Vogamenn auðveldlega tví- og þríróið
saman sólarhringinn undir Stapann væri þar
hlaðafli eins og iðulega var fyrrum. Afli brást
þar a.m.k. sjaldan að fullu í hörðum árum eins
og heimildir um afla frá 18. og 19. öld bera
greinilega með sér.
Örnefnið Kerlingarbúðir
Sögu um upphaf og tilurð nafnsins Kerling-
arbúðir sagði Guðmundur B. Jónsson inér í
ferð okkar þarna 1974 en meginefni hennar hef
ég því miður gleymt. Þó minnir mig að nafn-
ið hafi verið dregið af mennskri kerlingu sem
vermenn elduðu grátt silfúr við og komu loks
fýrir kattamef. Ekki var kerlingin þó tröllkona
eða óvættur sein vermenn áttu í höggi við.
En mörg kerlinga- og karla örnefni víða um
land munu þó fremur dregin af og tengd ris-
um og tröllum til forna en mennsku fólki. Má
nefna hið alþekkta Kerlingarskarð á Snæfells-
nesi. Þannig virðast t.a.m. nöfnin á þau Karl
og Kerlingu undan Reykjanesi vera sprottin
í byrjun eftir gos við Reykjanes á 13. öld og
á þau hefur einhver fom átrúnaður verið likt
og á Karl og Kerlingu við Drangey á Skaga-
firði. Leifar gamals átrúanaðar á kerlingu við
Reykjanes birtist í sérkennilegu háttalagi sjó-
manna er þar fóru framhjá á 19. öld. En Kerl-
ing við Reykjanes hmndi raunar einhvertíma
á áttunda eða níunda tug 19. aldar. Vera má
að nafnið á Kerlingarbúðum undir Vogastapa
vísi einmitt til gamals tíma og jafnvel til gam-
als átrúnaðar tengdu því nafni í serimoníum
sjó og vermanna til forna. Vísa má til ýntissa
hugmynda og umtals um konur þegar þeir voru
allir samankomnir í hóp. Konur voru iðulega
umtalsefni þeirra, bæði til lofs og lasts. Karl og
Kerling við Reykjanes voru líka allmiklu hærri
og stærri um sig fyrr á öldum en hafa minnk-
að sökum hmns fram á 19. öld. Þetta vom því
áberandi kennileiti sem vöktu óskipta athygli
sjómanna til forna.
Byggðin ekki valin af tilviljun
Ljóst er að nöfnum á dröngum þessum benda
til þess að nöfnin hafi e.t.v. orðið til á þeim
tíma þegar eðli manna og trölla hafði blandast
saman í hugum manna. Um slíkar hugmyndir
eru heimildir í Landnámu og má hugsanlega
tímasetja þær allt aftur til tímans frá því um
1100 eða eftir 1200. En hvort nafn Kerlingar-
búða er svo gamalt skal ósagt látið. Sennilega
er það þó eitthvað yngra.
18 FAXI