Faxi - 01.05.2008, Side 21
fluttur á ntarkað. Mér hefur fundist sérkenni-
legt hversu lítil tengsl markaðurinn hefur við
þennan atvinnuveg og hve lítið hinn almenni
neytandi veit um fiskveiðar og sjósókn. Ut-
lendingar gera sér litla sem enga grein fyrir því
striti, þeirn hættum og erfiðleikum sent liggja
að baki vörunni sem þeir leggja sér til rnunns
á veitingahúsum. Það er eins og fiskveiðar séu
hjúpaðar ákveðnum dularblæ í hugum þeirra
og að vissu leyti er þetta heimur út af fyrir
sig. Meðan ég var í Færeyjum uppgötvaði ég
þennan heim og ákvað að reyna að varpa ljósi
á hann og það starf sem sjómennirnir vinna.“
Krefjandi og hættulegt starf
„Eg hafði frekar rómantíska sýn á sjómennsk-
unni og þessum „hetjum hafsins" eins og
sjómennimir voru kallaðir í gamla daga. Afi
minn, Sárnal Jacob Olsen, var Færeyingur og
var skipstjóri á sínu eigin skip í fjölda mörg ár.
I síðari heimsstyrjöldinni var hann einn þeirra
sem hætti lífi sínu í siglingum með fisk og fisk-
afurðir frá íslandi til Bretlands. Margir Fær-
eyingar og íslendingar fórust við þessa flutn-
inga á þessurn tímum Hann var heppinn að
halda lífi ólíkt því sem gerðist með marga aðra
sjómenn á þessum tímum.
Síðan þá hafa orðið margskonar tæknilegar
framfarir í sjávarútvegi og fiskveiðum og lífið
urn borð er mjög frábrugðið því sem það var
um miðja síðustu öld. Samt er það gríðarlega
krefjandi, vandasamt og að ýrnsu leyti hættu-
legt starf. Mér verður ekki síst hugsað til þess
andlega álags sem er á þeim sjómönnum sem
þurfa að vera að heiman frá íjölslyldum sínum,
konu og börnum, vikum og jafnvel mánuðum
saman. Mig langaði til að komast að raun um
hvernig lífið væri um borð í fiskiskipi nú á
dögum, fá raunverulega tilfinningu fyrir sjó-
mannslífinu og deila þeirri reynslu með öðrurn
landkröbbum.“
Alþjóðlegur ráðgjafi
„Þegar við unnim að bókinni fengum við ráð-
gjöf og aðstoð frá heimskunnum sérfræðingi
um sjávarútvegsmál og markaðssetningu sjáv-
arafurða, Menakhem Ben-Yami. Hann á meðal
annars ítarlega grein í bókinni um fiskveiðar í
færeysku lögsögunni. Myndirnar í bókinni tók
ég á árunum 2005-2006 um borð í íslenskum,
færeyskum, grænlenskum og hjaltlenskum tog-
urum. íslenski togarinn var Tómas Þorvalds-
son GK10 frá Grindavík. Skipstjóri á honurn i
ferðinni sem ég fór var Sæmundur Halldórsson,
en aðrir sem aðstoðuðu mig voru þeir Gunnar
Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf.
og Sigvaldi Þorsteinsson, stýrimaður. Fær-
eysku togarana þekkja íslenskir sjómenn vel.
Það voru þeir Bakur, Stelkur, Norðborg og
Kristján í Grjótinum. Hjaltlenski togarinn heit-
ir Copious og sá grænlenski Nanoq Trawl.“
Sjávarútvegssýningin í Kópavogi
Sjávarútvegssýningunni sem venjulega gengur
undir heitinu Icefish var fyrst hleypt af stokk-
unum árið 1984. Sýningin hefur nteð árunum
orðið einn af þekktustu viðburðunum í heirni
sjávarútvegsins. Þar má hverju sinni sjá allar
helstu nýjungar á sviði sjávarútvegs á sviði
veiða, vinnslu, pökkunar, markaðssetningar
og fleira. Talsmenn Mercator, sem er nýr eig-
andi sýningarinnar, segja að góðar undirtektir
síðustu sýningar hafi orðið hvatning til að gera
sýninguna í ár enn viðameiri og betri. Síð-
asta sjávarútvegssýning sló öll met hvað varð-
ar vinsældir. Alls sóttu þá sýningu tæplega
15.000 gestir frá 50 löndum. Þeirra á rneðal
voru útgerðarmenn, sjómenn og fiskverkend-
ur. Mercator hefur ráðið Mariu Olsen og Búa
Tyril til að hanna, safna efni og taka viðtöl í
sýningarskrána sem gefin verður út í lilefni
Icefish 2008.
FAXl 21