Straumar - 01.07.1927, Síða 3

Straumar - 01.07.1927, Síða 3
STBAUMAR MÁNAÐARRIT UM KRISTINDÓM OG TRÚMÁL 1. árg'. Reykjavik, i júli 1927 7. tbl. Síra Jón Þorsteinsson píslarvottur 1627. Kaldur súgur fer um Eyjar allar. Ekkaþungum tregarómi kallar döpur rán við dimman hamravegg. Hverju sætir? — Hrynur blóð af bjargi. Barn og kona flýja undan vargi. Sárt í eyrum glymur hjörvahregg. Dynja skot og gellur heiftarhlátur. Heyrast stunur, kvalavein og grátur. Býlin rændu öll í eldum standa. Ofan fólkið rekið er til stranda. Blóðug sverðin saxa hold og bein. Áfram vaða hrottar hryðjuvirkir. Hvort eru þetta djöflar eða Tyrkir? Hverjir nísta nakið barn við stein? Hvar er drottinn, hann sem öllu ræður? Hver skal þerra tárin ykkar, mæður? — Yfir sár og örvæntingu manna, yfir hróp og glæpi níðinganna stígur rödd með helgisöngva hreim. Upp til himins hjörtu bænir knýja. Horfir niður sólin milli skýja; dreyrug jörðin laugast ljóma þeim. Sé eg þá sem krýndan konung standa klerkinn þann, sem skín af helgum anda.

x

Straumar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.