Straumar - 01.07.1927, Qupperneq 4
98
STRAUMAR
Kirkja hans er klettaskúti myrkur.
Kraftur hans er drottins vald og styrkur.
Skjöldur hans er guðlegt trúartraust.
Asýnd hans í engilbirtu ljómar.
Orð hans voldugt bergmálar og hljómar:
Heimur allur heyri mína raust!
Hold er strá, sem örstutt á að skarta,
andinn rós, sem grær við drottins hjarta.
Hræðist ekki dreyrann þann, sem drýpur.
Dauðinn sjálfur lífsins herra krýpur.
Komi alt, sem koma vill á jörð!
Hvað skal mér að vanbúnaði verða?
Vinir, eg er albúinn til ferða.
Mín er hafin hinsta þakkargjörð.
Alt er bjart og eilífð fyrir stafni.
Oskelfdur eg dey í herrans nafni.
— Tyrkir koma. Glampar glott um vanga.
Gnötrar jörðin þar sem bófar ganga.
Hnígur þeim af böðulshöndum blóð.
Grimdin hlakkar glæpavís að njóta
gleðinnar að mega höggva’ og skjóta
fólkið það, sem felmtrað hjá þeim stóð.
— Sé eg þá sem krýndan konung standa
klerkinn þann, sem skín af heldum anda.
Vinir hans í víl og angist falla.
Vex hann yfir fylking sína alla,
fagurskrýddur tign hins mikla manns.
Stiginn hátt frá ógnum sinnar aldar,
allar raunir bæri þúsundfaldar.
Sjálfur guð er hellubjargið hans.
Þótt hann heyri gný í sárum sverðum,
sér hann ekkert geigvænlegt á ferðum.