Straumar - 01.07.1927, Qupperneq 6
100
STRAUMAR
talið er, að hann hafi byrjað prestskap að Húaafelli árið
1598. Tveim árum síðar varð hann að þoka þaðan fyrir
öðrum presti og gerðist upp úr því prestur að Torfastöð-
um í Biskupstungum. Sat hann þar, til þess er síra Orm-
ur Ofeigsson flæmdist frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum.
En þá hlaut síra Jón það brauð (árið 1607 eða 1608) og
gegndi því síðan til dauðadags. Kona síra Jóns var Mar-
grét Jónsdóttir, Péturssonar og Margrétar Jónsdóttur prests
hins yngra í Reykholti Einarssonar. Hana hertóku Tyrkir
árið 1627 og höfðu á brott með sér; kom hún aldrei síð-
an til Islands.
Afdrif síra Jóns Þorsteinssonar hafa gert hann fræg-
an mann og varpað píslarvættisljóma á minningu hans.
Þá hefir hann og orðið allfrægur fyrir kveðskap sinn, sem
er geysimikill að vöxtum og einkum andlegs efnis að
þeirrar aldar sið. Merkast þessara verka hans eru Davíðs-
sálmar, er hann mun hafa lokið við árið 1622, og Genesis-
sálmar, 50 að tölu, sem voru fullgerðir 1623. Hvortveggi
þessara sálmaflokka hefir verið prentaður í lieilu líki, en
raunar ekki fyrr en eftir daga síra Jóns (Davíðssálmar í
fyrra sinni á Hólum 1662 og Genesissálmar í fyrsta sinni
á Hólum 1652). Hinsvegar dreifðust sálmarnir víða í hahd-
riti um daga höfundar. Sýnist þýðing hans á Davíðssálm-
um hafa vakið mikla aðdáun. Sungu mörg helstu skáld lands-
ins síra Jóni í lifanda lífi óspart lof fyrir hana. Einn sálm-
ur úr þessum flokki (sá 137.) er enn alkunnur, „í Babý-
lon við vötnin ströngu.
Auk sálma sinna orkti síra Jón ýmis andleg og ver-
aldleg kvæði. En allur er sá kveðskapur enn óprentaður.
Verður að nægja að nefna hér tvö verk hans, Sálma-
vott (sjá m. a. Lbs. 1847, 164, 8vo), sem telur öll sálma-
skáld frá siðskiftum og fram á daga höfundar og gerir
nokkura grein verka þeirra, því eigi ómerk bókmenta-
söguleg heimild, og Spakmælarímur (sjá m. a. í. B.
105, 4to), sem þykja lipurt kveðnar; lýsa grobburum. Að
öðru leyti vísast hér til ágætrar skrár um kveðskap síra
Jóns að fráskildum Davíðssálmum og Genesissálmum eftir