Straumar - 01.07.1927, Qupperneq 9
STRAUMAR
103
Þótti það í þá daga eigi minni goðgá en nú þykir það,
að halda að Jesús haíi átt mannlegan föður, nema meira
væri, og á svo hver öld sinn sérstaka hirtingarvönd til
þess að sveifla yfir höfðum þeirra, sem eiga erfitt með
að sveigja hugsun sína í mót fjöldans. í Kaupmannahöfn
kyntiat Guðbrandur einnig Páli Madsen, er síðar varð
Sjálandsbiskup og studdi mjög mál Guðbrands hjá kon-
ungi og rak erindi hans í Kaupmannahöfn um langt skeið.
Varð Guðbrandur á þessum árum hálærður maður, ekki
aðeins í guðlegum fræðum, heldur og í ýmsu öðru, svo
sem stjarnfræði, rúmmálsfræði o. fl.
Eftir heimkomuna gerðist Guðbrandur rektor í Skál-
holti, þá prestur á Breiðabólstað í Vesturhópi og síðan
rektor á Iiólum. En árið 1570 verður hann biskup á Hól-
um 28 eða 29 ára að aldri.
Nú fer starfsþrek hans að njóta sín til fulls. Sýnist
svo, sem því hafi lítil takraörk verið sett. Hann tekur
þegar að brjótast í stórkostlegum búskaparframkvæmdum
og skiftir sér af öllu í rekstri stólseignanna, og alt þetta
lét honum svo, að liann rakaði saman fé. Hann varpar
sér út í hóflausar þrætur og málaferli við höfðingja lands-
ins, svo að varla varð lát á alla æfi hans. Hann brýst í
því að kaupa skip til verslunar til þess að forðast einok-
unarklafann. sem nú var verið að þröngva á landsmenn.
Og þó mátti hann vera að því, að smíða og grafa eins
og hann þyrfti að hafa eitthvert hjáverk til þess að eyða
timanum!
En alt voru þetta nokkurskonar aukastörf. Sjálft aðal-
lífstarf hans vax kirkjustjórn hans inn á við og út á við
og fræðslustarf hans.
•' Hann tekur við biskupsdæminu lútersku að lögum
(eða ólögum) en kaþólsku að hugsunarhætti og uppfræð-
ing. Herskip og svardagar höfðu rekið þar trúboð. Morð
Jóna Arasonar og sona hans hafði mýkt skap Norðlend-
inga til hins nýja siðar. Ólafur Hjaltason, sem konungur
hafði sett á biskupsstólinn, hafði alls ekki valdið þeirri
byrði, sem á hann var lögð, þótt sæmdarmaður væri urn
margt. Þórunn Jónsdóttir á Grund var ekki holl mann-