Straumar - 01.07.1927, Blaðsíða 11

Straumar - 01.07.1927, Blaðsíða 11
STRAUMAR 105 hans, Guðmundur Einarsson, Magnús Ólafsson, Þorlákur Skúlason, feðgarnir Einar Sigurðsson og Oddur sem bisk- up varð í Skálholti, Ólafur Guðmundsson, GuðmundurEr- lendsson o. fl. o. fl. Orktu þeir og sömdu og þýddu ljóð og óbundið mál, en biskup gaf út. Var þetta stórkostlegt fræðslustarf og meuningar, og með þessari starfsemi er lúterski siðuriun fyrst festur í sessi hér á landi. Þá efldi Guðbrandur mjög skólann á Hólum og hafði þar ágætismenn við stjórn. Má kalla hann höfund skól- ans í lúterskum sið. I ytri kirkjustjórn var Guðbrandur mesti skörungur, eins og vænta má. Vildi hann láta setja íslensk kirkju- lög og réðst sjálfur í að setja þau saman, en alt strand- aði á einhverri deyfð annara. Við presta sína eg klerka var hann að vísu strangur en jafnframt raungóður, út- vegaði þeim ýms efnaleg hlunnindi og var vinsæll af þeim. Atorkan, starfsþrekið og viljastyrkleikinn eru höfuð einkenni Guðbrands biskups. Menn fundu alla hans löngu biskupstíð, að á Hólastóli sat reglulegur kirkjufursti, sem horfði ekki ráðalaus eða magnþrota á torfærurnar, heldui rann eins og björninn á hvað sem fyrir var. Sterkviðri mikilmennisins stendur um hann. Það brakar í hverju tré undir átökum hans frá því er hann sezt á biskupsstól 29 ára gamall og þar til hann er sleginn af hólmi á ni- ræðisaldri og legst í kör máttlaus allur hægra megin. Eftir það hljóðnar um Guðbrand biskup. Hann má ekki mæla upphátt og ekki bæra nema vinstri hönd og þannig liggur hann í 3 löng ár. Jafnframt því fær hann þau hörðu syndagjöld málaferla sinna, að borga konungi 1000 ríkisdala sekt. Sjálfur hafði hann letrað á legstein sinn: GUÐBRANDUS THORLACIUS, JESU CHRISTI PECCATOR.1) Magnús Jónsson. >) Guðbrandur Þorláksson syndari Jesú Krists.

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.