Straumar - 01.07.1927, Síða 13
STRAUMAR
107
Nýjar kirkjur hefðu verið reistar alls 7 á árinu: í
Flatey, á Di’aflastöðum, Víðirhóli, Sleðbrjót, Stærra-Árskógi,
Síðumúla og Kálfafellsstað, — allar úr steinsteypu. — Prest-
seturshús hefðu verið reist á Iiöskuldsstöðum og Bergþórs-
hvoli, og byrjað á prestseturshúsi á Skútustöðum.
Síðasta alþingi hefði verið sparnaðarþing og hefði það
vitanlega einnig komið fram í fjárveitingum til kirkjumála
(styrkur til uppgjafapresta og prestsekkna verið færður
niður í 7000 kr., og framlög til húsabóta á prestsetrum
úr 34000 kr. í 24000 kr). Þó hefði þingið samþykt endur-
reisn Mosfellsprestakalls í Mosfellssveit.
Þá skýrði biskup frá hag kirkjusjóðs, sem hefði nú
handbært fé með minsta móti, vegna hinna mörgu nýju
kirkna, sem reistar hefðu verið á árinu. Ný lán hefðu
orðið um 30 þús. og úttekt af inneign um 30 þús. Enn
mintist biskup á yfirreið sína á liðnu ári, á kirkjulega
fundi sem haldnir hefðu verið (á Austurlandi og í Vík),
á kirkjulega starfsemi og útkomin rit.
Þá gaf biskup yfirlit yfir messugerðir og altarisgöng-
ur. Reglulegir messudagar á árinu liefðu átt að vera 6431,
en messur hefðu alls verið fluttar 4228 eða tæplega 40 á
hvern þjónandi prest. Utan Rvíkur hefðu flestar messur
verið fluttar í Garðaprestakalli á Álftanesi og Utskála-
prestakalli. í 11 prestaköllum frá 12—20.
Altarisgestum hefði farið fjölgandi. Alls hefðu þeir
orðið 543C, er samsvaraði 9°/0 fermdra safnaðarlima. Þó
hefði engin altarisganga, farið fram i 6 prestaköllum.
Fermdir hefðu verið á liðnu ári alls 1962. Hjónavígslur
alls 616. Fæðst hefðu alls 3013 (þar af 69 andvana). Dáið
alls 1122.
Þá voru bornar upp tillögur um úthlutun styrktarfjár
til uppgjafapresta og prestsekkna og þær samþyktar. (Til
úthlutunar komu alls kr. 9290.00). Ennfremur var skýrt
frá hag prestsekknasjóðs, er nú átti í sjóði kr. 48.039.41.
Gjafir til sjóðsins hefðu orðið alls kr. 508.00 á árinu (úr
14 prófastsdæmum).
Kl. 8V2 flutti séra Friðrik Rafnar erindi í dómkirkj-
unni út af síðasta riti Sundar Singhs „Eftir dauðann“.