Straumar - 01.08.1928, Side 3

Straumar - 01.08.1928, Side 3
STRAUMAR MÁNAÐARBIT UM KRISTINDÓM OG TRÚMÁL 2. árg. Reykjavik, i ágúst 1928 8. tbl. Óttinn við skynseinina. „Og drottinn guð bauð manninum og sagöi: Af öllum trjám í aidingarðinum máttu eta eftir vild; en af skilningstrénu góðs og ills, af því mátt þú ekki eta, því að jafnskjótt og þú etur af því skalt þú vissulega deyja". Gen. 2, 16. 17. Þessar voru hugmyndir Gyðinga um ein hin fyrstu afskifti Jahve, guðs þeirra, af manninum. Hann bannar honum að eta af skilningstrénu góðs og ills. Ástæðan var sú, að hann þoldi ekki að maðurinn yrði ,,sem einn af oss“. Hann var afbrýðissamur. Eins og hver annar austurlenzk- ur harðstjóri óttaðist hann vald mannsins, ef hann næði að vaxa upp úr því að vera skynlaus skepna. Afleið- ingin af því, að maðurinn gerir tilraun til að verða eins og guð, var sú, að Jahve bölvaði jörðinni mannsins vegna og rak hann úr Paradís. Enn eru til nienn sem hyggja að guði sé það vanþókn- anlegt, að menn þrái að verða eins og guð — þrái að eta af skilningstrénu góðs og ills. Það er sama guðshugmynd- in, sem þeir tilbiðja og Gyðingar forðum. Þeir hafa enn ekki drepið harðstjórann í sál sinni. Þess vegna verður eigi þversfótað þar fyrir „guðhræðslunni“. Öll hræðsla er siðspillandi og eklci mönnum samandi. Hræðsla í trúarefnum er upphaf allrar villu og grimdar. Af henni sprettur hverskonar forherðing gegn sannleik- anum, sem er mesta syndin gegn heilögum anda. Kristur kom til að frelsa menn frá óttanum, til að kenna mönnum að guð væri enginn harðstjóri heldur kær- leikur. Hvílíka sneypu gera þeir menn guði sínum, sem

x

Straumar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.