Straumar - 01.08.1928, Side 5

Straumar - 01.08.1928, Side 5
S T R A U M A R 115 lausar skepnur trúa á guð? Er ekki skynsemisályktun upphaf trúar og öll trú, sem verðskuldar það nafn skyn- semi ályktun? Eða eru ekki trúarbrögðin göfugust með ■hinum vitrustu þjóðum? — Skynsemin er það eina ljós, sem vér eigum til að átta oss á í tilverunni. Ef því ljósið í þér er myrkur, hve mikið verður þá myrkrið, sagði Jesús Kristur. — Guðleysinginn (aþeistinn), sem með hugsun sinni þykist hafa komist að raun um það, að eng- inn guð sé til og ver hiklaust þá skoðun, unz hann kemst að öðru sannara — hann er meiri trúmaður í eðli sínu, en þessir „trúuðu" menn, sem stöðugt eru á logandi glóðum um að tapa trúnni, ef þeir beita skynsemi sinni á sama hátt við trú sína og önnur viðfangsefni. Því að það er ekkert annað en vantraust á sannleikanum, sem heftir gagnrýni þeirra — ósjálfráður grunur um það, að goðin reynist fánýt, sé þau krufin til mergjar. Svo mun og fara, því að slíkir menn eru skurðgoðadýrkendur og til- biðja falsguði. Þannig fer fyrir hverjum manni, sem ætlar að reisa hús sitt á kviksandi misskilinna erfikenninga, að hann finnur, að hann hefir sett fæturna á rotnaða mold, sem aldrei verður bygt á. Vilji hann reisa drotni sínum veglegt musteri, þá reisi hann það, eins og Páll postuli bendir á, í sinni eigin sál. Og altarisþjónustan í því musteri, skal vera kærleiksfórn þess hjarta, sem slær af meðaumkun yfir hörmungum mannkynsins. En gluggamir, sem hieypa inn öllu ljósinu og ylnum, það er skynsemin, sem kviknar af blysi alvizkunnar. Og sannleiksástin er turninn, sem bendir óralangt inn í bláma himinsins. Benjamín Knstjánsson. Biskupsvígsla. þ. 8. f. m. var séra Hálfdán Guðjónsson vígður vígslubiskup í dómkirkjunni á Ilólum, að viðstöddum 29 prestvígðum mönnum. Séra Ásmundur Gíslason á Hálsi lýsti vígslu, en vígsluvottar voru: séra Stefán Kristinsson Völl- um, séra Jón Pálsson Höskuldsstöðum og séra Guðbrandur Björnsson i Viðvík. Séra Friðrik Rafnar á Akureyri tók til alt- aris.

x

Straumar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.