Straumar - 01.08.1928, Síða 15
S 'I' li A U M A R
1:2;i
er ekki að ræða, því að þeir afneita einmitt öllum aðferðum
rökbundinnar hugsunar og nútíðarvísinda, eins og Á. Jóh. og dr.
Hallesby gera í skrifum sínum. þeir hafa „rekið sig á algildan
sannleik" og liann stendur þversum í þeim.
Enginn maður endurfæðist nema af skynsamlegu viti til
meiri þekkingar. B- K-
The Scripts of Cleophas. Written by the hand of Geraldine
Cummins. With a eritical introduction. London. Rider & Co.
þessi bók er einskonar postulasaga, rituð ósjálfrátt af skrif-
miðli, ungri stúlku, vel mentaðri, dóttur prófessors Ashley
Cummins frá Cork. Hefir rit þetta vakið geysimikla athygli
guðfræðinga á Englandi og víðar. — Eins og kunnugt er, eig-
um vér allmikla postulasögu i N. t„ sem talin er að vera rituð
af Lúkasi lækni Páls. Sú saga er álitin að vera mjög áreiðan-
leg heimild, það sem hún nær, enda segir hún viða mjög itar-
!ega frá viðburðum. En þó eru mörg lykkjuföll á frásögninni,
sem torveldlega hefir gengið að prjóna í og cr það ærið margt í
tögu frumkristninnar, sem hulið hefir verið algerðu forneskju-
myrkri. Meginhluti postulasögu N. t. er raunar saga Páls, en af
hinum postulunum segir furðu lítið, nema livað aðeins er drep-
ið á starfsemi þeirra Jóhannesar og Péturs. Fyrstu 9—10 ár
frumkristninnar eru því að miklu leyti glötuð saga, nema hvað
örfárra viðburða er getið í fyrstu kapítulum af postulasögu N. t.
F.n þótt saga Páls sé sögð greinilegar og til sé þar að auki all-
mörg bréf, sem menn telja með vissu að hann hafi ritað, þá
hafa menn þó rekist á ýmsa örðugleika við að samríma þau
frásögu Lúkasar og greinir fræðimenn mjög á um æfi Páls. En
eí taka má trúanlega þessa sögu, sem nú hefir verið rituð, þá
opinberar hún margan leyndardóm, sem áður var ókunnugt um
og greiðir úr ýmsum vandamálum. þetta rit Cleofasar er svo
margfalt fyllra en postulasaga Lúkasar, að það sem út er kom-
ið er 282 bls. í stóru átta blaða broti og er þó aðeins þriðjungur
af því, sem þegar er ritað. Nær sagan í þessu bindi frá dauða
Iírists og til þess, er Páll kemur til Aþenu. Frásögnin er til-
tölulega mjög óháð postulasögu N. t. Koma þó viðburðirnir víð-
ast hvar mjög vel heim og saman, en eru sumstaðar teknir i
annari röð og efnisskifting öll sjálfstæð. Segjast höfundarnir
taka frásöguna eftir riti sem glatast hafi í ofsóknunum miklu
i frumkristninni, en ritað hafi verið milli 60 og 70 e. Kr. í Anti-
okkiu og Efasus af mönnum kunnugum postulunum. Hvernig
sem þessu er nú háttað, þá leysir þessi saga hnútana á mjög auð-
veldan hátt og fyllir bæði út og skýrir það, sem áður var kunn-
ugt um postulatímann. í kveðjuávörpunum í bréfum Páls eru
langar nafnarunur, sem standa þar eins og minnisvarðar
gleymdrar sögu upp úr hafi tímans. Hér öðlast þessir steingerv-