Straumar - 01.08.1928, Side 6
STRAUMAR
116
Hamai* <)£>■ sig*ð.
ii.
Yfir Punkaharju, fegursta stað Finnlands, ljómar
skín mdi júnídagur. Friðsælar, skógivaxnar eyjar, spegl-
ast í logntærum vötnum, og hvítir bátar líða fram og
aftur um vatnsflötinn fullir af sumarklæddu fólki. I dálít-
illi hvilft niður við vatnið stendur gistihúsið. Alt í kring-
uin það standa hávaxin furutré, ,,eins og risar á verði“
og þegar komið er tíu faðma á burt frá því sést það ekki
lengur. Náttúran ríkir hér einvöld og voldug eins og hún
hefði aldrei verið troðin mannafótum. Hér má ekki gera
vegspotta, ekki róta við steini. Punkaharju er helgað
friði og hvíld. Eg geng upp snarbrattan skógai'ásinn.
Furðu há, gömul furutré standa þar í beinum röðum
eins og súlur í gotneskri kirkju. Skógargrunnurinn er
gulbrúnn af gömlu hálfrotnuðu laufi. Það skrjáfar og
hvískrar í hverju spori. Annars er hér þögn og ljúfur
svali. Og undir laufþungum krónum Punkaharju ríkir ei-
líft hálfrökkur, — friður.
Og við sem búum hér um stundarsakir eruni öll kom-
in til þess að leita okkur friðar; erum flóttamenn sinn
úr hverri áttinni, — frá Berlín, London, New York, Stokk-
hólmi, Kaupmannahöfn og frá Islandi, ólík að skapferli,
hugsunarhætti, efnum og lífsvenjum, ólík að öllu nema
fögnuðinum yfir því að vera um stundarsakir sloppin úr
drepandi heljarklóm tískulífsins, menningarlífsins, borga-
lífsins. Og við blessum Punkaharju hvert á sinn hátt.
Þegar við mætumst við borðið að kveldi, eru hugir
okkar fullir af rólegri gleði. Við segjum hvert öðru hvað
á daginn hafi drifið og það er hlegið og spaugað. Jafn-
vel maðurinn, sem eg hefi aldrei talað við, er vinur minn.
Augu hans segja: „njóttu dagsins vel“, þegar hann mætir
mér. Eg veit ekki nafn hans. Ungur maður og ung kona
ganga snemma til hvílu að kveldi. Þau eru nýgift. Og mér
finst hvert mannsbarn í salnum óska þeim til hamingju
í hljóði, — hlýtt og öfundlaust. í Punkaharju er friður.