Straumar - 01.08.1928, Qupperneq 7

Straumar - 01.08.1928, Qupperneq 7
STBAUMAE 117 Eg reika um í skóginum á daginn, í kirkjunni miklu, sem er full af helgri ró. Og eins og ómur af sálmasöng líða þessar hendingar um huga minn: „Frið gaf eg yður, minn frið lét eg eftir hjá yður“, — friðinn meðal manna, friðinn í hjartanu, friðinn við guð. Eitt kvöldið á eg tal við ungan herforingja finskan. Hann segir mér frá þjóð sinni, þrautum hennar og bar- áttu á liðnum öldum, frá sigrurn hennar og vaxandi gengi. Á bak við orðin ljómar ásthlýtt hugarfar til lands síns og göfugur metnaður fyrir hönd þess. Talið berst að her- afla Finna, 150 þúsund manna, sem þeir háfa reiðubúinn til þess að grípa til vopna hvenær sem vera skal. Eg læt í ljósi efa um þörf þess eða réttmæti. Hann verður ákaf- ur. „Jú, við megum til, vegna Rússa“. Ilann dregur upp dálítið landabréf. „Sjáið þér hérna landamæralínu Finn- lands. Þetta nes sem Rússar telja sér hérna megin Lad- ogavatnsins og finska flóans, tilheyrir oss. Á þessu svæði búa 100 þúsund Finnar. Hér verður barist einhverntíma í framtíðinni. Það varðar giftu Finnlands og sæmd. Og Þjóðverji gengur til okkar og sest. Það er ákafi í svip hans og rnóður í röddinni. „Vér eigum líka óuppgerð mál við þá austanbyggja. Menn geta rifist um ágreining. Þjóð- ir verða að berjast. Það er lífsins lögmál. Samningar eru svikahjóm, og gerðardómar hjárænulegt fitl blautgeðja manna. Látum vopnin tala. Mál þeirra er einfalt, óbrotið og áhrifamikið. Mér verður litið á þessa menn. Báðir eru eins og nýir menn af tilhugsuninni um þá gleði að geta veitt vonum sínum brautargengi vígtóla og vopna. — Og mér finst sólin ekki skína eins hlýtt í Punkaharju næsta dag. Eg mæti ungum Þjóðverja á ofurlitlum skógarstíg. Við höfum skifzt á nokkrum orðum áður. Hugur minn er í sárum eftir orðræðuna kveldið áður. Mér kemur í hug ægilegt atvik. Dálítill gasgeymir springur suður við Ham- borg. Ósýnilegt banvænt eitur hefst við lofti og líður yfir borgina. Það er andgustur dauðans sjálfs. Grænt eplatré stendur í garði. Blöðin fölna á örfáum mínútum, eftir standa kolsvartar greinarnar. Tréð er dáið. Tvö börn eru

x

Straumar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.