Straumar - 01.05.1929, Page 4
STRAUMAR
(Í6
er geta leitt oss, sem veikari erum, inn á rjettar brautir.
Eki andstæðurþeirra myndu oftast nefndir vantrúaðir. En
ber oss ekki samt að fara varlega í dómum vorum um þá
Það, sem oss ber að veita hér glögga athygli, ef vér
viljum vera sannir í dómum og gera engum rangt til, er
þetta, að trúarlíf er hægt að þroska í ólíkai’ áttir, og að
það birtist með ólíkum blæ hjá mismunandi einstakling-
um. Vér komumst við þá athugun að raun um, að fyr-
nefndu mennirnir áttu léttast með að beina v i t s m u n a-
] í f i sínu í trúarlega átt. Fyrir þeim er trúin þekkingar-
atriði, guðsþekking. En er vér lítum á síðara dæmið, þá
virðist þeim mönnum eiginlegast að beina v i 1 j a 1 í f i n u
í þessa átt. Fyrir þeim er trúin hlýðni við boðorð guðs
og markmið þeirra er að verða siðferðilega þroskaðir. Sé
þetta tvent sameinað og það á háu stigi hjá einhverjum
mönnum, trúarþekking og trúarhlýðni, megum vér með
réttu nefna þá trúaða menn.
En megum vér þá nefna þá, sem hafa þetta af skorn-
um skamti eða vantar það algerlega, vantrúaða? Svarið
við þessari spurningu á sagan um kanversku konuna að
gefa oss. — Þar kynnumst vér konu, sem sáralitla trúar-
þekkingu hefir. Ilún er heiðin og hugmyndir hennar um
guð og hina æðri hlið lífsins eru óþroskaðar frá kristnu
sjónarmiði séð. Hún hefir ekkert lögmál lært, er sýni
henni, hvað hún á að gera og hvað að varast, — ef til vih
í þess stað einhver ófullnægjandi siðaorð, sem tíðkast hafa
með þjóð hennar. Það eina, sem hún á að leiðarljósi um
valið milli rétts og rangs, er samvizka hennar sjálfrar.
En hún á t i 1 f i n n in g a r, — ást og umhyggju fyrir
sjúkri dóttur og djúpa sorg yfir döprum örlögum hennar
og brennandi þrá til að bæta mein hennar. Hún mætir á
veginum hópi ókunnugra manna, og í einni svipan veit
hún, að einn þeirra hefir mátt til að lækna meinið, sem
veldur henni áhyggju. Oss gildir einu, hvernig hún fær
að vita þetta, enda er ekkert að því vikið. Aðeins þetta
eitt: Hún veit, að þarna er mátturinn til þess að koma
þessu fram og fyrir þessum mætti titrar sál hennar í
lotning og hún hrópar til þessa máttuga manns, — hættir