Straumar - 01.05.1929, Blaðsíða 5

Straumar - 01.05.1929, Blaðsíða 5
S T R A U M A R H7 ekki fyr en hann svarar. Svarið er gefið, en það er kalt, það er hrokafult, jafnvel hæðni blandið. Það er verið að lítillækka hana, líkja henni við óverðuga, skynlausa skepnu. Hjálpin, sem hún biður um er talin henni of góð. En samt, — þrátt fyrir þetta alt bugast hún ekki. Myndi ekki margur hafa í hennar sporum hrokkið til baka, reiðst því að finna sér misboðið, — hreinar til- finningar sínar svívirtar, — persóna sín lítilsvirt? Ekk- ert kemur fram í svari hennar af því tæi, heldur þetta: Þótt eg sé óverðug, þótt eg sé engu meira virði en hvoin- amir, þá munt þ ú samt ekki daufheyrast við bænum mínum. Ást, traust og auðmýkt, — h j a r t a 1 a g hinnar kan- versku móður, þetta kallaði Jesú trú, meira að segja, mikla trú. Lítum nú í kringum oss til meðbræðra vorra, sem hvorki hafa fullkomnar trúarhugmyndir til að bera, né sýna í breytni sinni mikla viðleitni til þess að vanda líf- erni sitt. Víst mun þeim í miklu áfátt, og margt eiga þeir þrepið ógengið upp á við í þroskastiganum. En áður en þér dæmið þá vantrúaða, ber yður að minnast systur þeirra, hinnar kanversku og þess, sem Jesú sagði við hana. Hvað vitum vér um tilfinningalíf þeirra? Hvað vit- um vér um ást þeirra og traust til guðs, og þrá þeirra eftir einhverju æðra og göfugra en þeim hefir enn tekist að ná? Ef til vill eiga þeir fóígna í hjarta sínu djúpa sorg yfir því, hve lítið þeir megna, hve veikur vilji þeirra er til að fegra líf sitt og hve oft þeim hefir mistekist uð framkvæma fagran ásetning. Og hvað vitum vér um það, hvernig þeir muni revnast á örlagaþrungnustu augnablik- um æfinnai', hvort það verða þá ekki einmitt þeir, sem kunna að lúta, sem kunna að heykja hrokann og sjálfs- elskuna, er þeir standa augliti til auglitis frammi fyrir mættinum mikla, sem aðeins er gefinn auðmjúkum. Það væri örðugt fvrir hvern af oss, sem er, að kom- ast með allan h'kamann inn í hjartahol einhvers manns. en eg spyr: Er það nokkru léttara að skilja rétt og meta fullgildu mati hjartalag mannlegs einstaklings?

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.