Straumar - 01.05.1929, Page 6

Straumar - 01.05.1929, Page 6
68 STRAUMAR Þar býr svo margt dulið, svo margþættar og fjöl- breyttar tilfinningar, að enginn dauðlegnr maður er full- dómbær um þær, jafnvel ekki hjá nákunnugum. Vörumst því að dæma nokkum mann vantrúaðan. En alskygn guð þekkir og skilur hjartalag hvers af oss. Hann sér þar eigið eðli sitt á ýmsu þroskastigi og í ýmsum myndum, fólgið í hjörtum, sem vér rannsökum vart til hálfs. Myndi nokkur yðar voga sér að dæma það hörðum og hugsunarlausum dómi og eiga á hættu að afneita sjálf- um guði í hjarta náungans.—- í bræðrum og systrum kan- versku konunnar, hvar sem menn byggja gjörvallan heim, liggur falinn frjóangi, kvistur eða hrtsla, sem sífelt kann að vaxa og þroskast, ef það er virt og verndað, og verð'.ir að lokum að meiði mikillar trúar, sem ber ávöxt. Vor Kom, ljós og dögg, og lífga fölvar grundir, og lækna, Drottinn, mannlífs sár og undir. Kom, gullna tíð, með gjöf í hverju spori. Ó, guðs náð kom, með friðarsælu vori. Og legg hið unga blítt að þínum barmi, hið beygða’ og veika styð þú mildum armi; og anda’ á það, sem enn er dofið, kalið, og að því hygg, sem leynist týnt og falið. Ó, signdu nú hvert foldarfræ, svo dafni og fái að þroskast skaparans í nafni. Og efldu sérhvað gott í muna manna, svo megi vaxa blessun kynslóðanna. Þorsteinn Kiistjánsson.

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.