Straumar - 01.05.1929, Blaðsíða 7

Straumar - 01.05.1929, Blaðsíða 7
S T R A U M A R 69 Athugasemdir Eftir séra Ófeig Vigfússon. Heiðraða ritstjórn Strauina! Eg hefi verið kaupandi og les- andi blaðs yðar frá upphafi. pótt gott og æskilegt, að ungir og upprennandi guðfræðinemar og verðandi prestar sýndu þannig aí sér áhuga fyrir kristindómi og kennimensku, og gerðu lýð- um ljóst, livað fram færi og hvert stefndi í herbúðum þeirra. Stefnuskrá yðar var og er falleg: frjálslyndi, víðsýni, umburð- arlyndi og fræðslustarfsemi, og þá auðvitað jafnframt bróður- leg nærgætni við aðra. Ef blað yðar bæri slíka strauma með sér inn i og um hið kalda og sollna haf mannlífsins hjá oss, þá þótti mér sem slikt væri mikill og blessaður fengur, og að þá viðleitni yðar iiæri hverjum góðum manni að styðja. Og nú skal eg lika, eins og blað yðar segir að margir hafi gert, segja fyrir mig, að mér hefir þótt margt í blaðinu gott og satt og rétt, og sumt alveg ágætt. En ýmislegt einnig alt annað. Mér hefir fun-1- ist. stefnuskráratriðunum fögru oft og að ýmsu leyti gleymt. Og nú er það úramótahugleiðing fyrsta blaðsins þetta árið, sem loks kemur inér, nauðugum viljugum, af stuð til að gera nokkr- ar athugasemdir. I þessari hugvekju er látið svo, eins og líka er rétt, að verk- efnin séu mörg, og að „við ramman sé reip að draga, þar seni gamalguðfræðingarnii' eru“. Aðeins eitt gainalguðfræðilogt blað, Bjaimi, er gefið hér út innan lúterskrar kirkju, og í það rita, því miður, sárfáir prestar, og ritstjórinn þar er látinn hafa langmest fyrir öllu, nær einn. En allur þorri gamalguðfræðinga hérlendir, eru liingað og þangað um alt land, og þeir þegja na-r allir við öllu, sem tii þeirra er talað og gert með lítilli hlífð eða nærgætni. Náttúrlega veit eg ekki, hvað þeir segja eða gera hver heima i sínu umdæmi; en allir vita, að fæstir þeirra bera af sér blak eða berjast hart fyrir sinum málstað á opinberum vett- vangi. Liklega er þetta svo af því, að þessir prestar eru frið- samir, og finst það jafnt leiðinlegt og gagnslítið, eða jafnvel skaðsaml.egt, að hleypa sér og sínum inálstað í „bál og brand“ deilna um jafn viðkvæm múl og trúmál eru, sem auk þess eru í eðli sínu dulmál og leyndardómamál að mjög mörgu ieyti; og þá líka því hæpnari og ábyrgðarmeiri liarðar deilur um þau. En hvað sem um þetta er, þá er þó liitt víst, að svonefndir „nv- guðfræðingar" og þar á meðal Straumamenn liafa yfir höfuð íengið að vera í friði fyrir gamalguðfræðingum út um landið, að mestu leyti að minsta kosti. þaö ættu þá að vera einhverjir prestarnir í Reykjavík, sem hefði verið eða væri að malda eitt- hvað í móinn við nýguðfræðina — og fræðingana. En við úti á

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.