Íslendingur


Íslendingur - 18.12.1986, Qupperneq 5

Íslendingur - 18.12.1986, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986 ^slcudinaur OKKUR HEFUR NÝST GÓÐÆRIÐ TIL FULLS Senn líöur aö jólum og eins og jafnan á aðventu eru miklar annir hér á Alþingi. Fjárlög og láns- fjárlög eru í burðarliðnum og ýmis fylgifrum- vörp til lokaafgreiöslu. Það hefur verið sagt í fjölmiðlum að þetta þing sé viðburðarsnautt. Hver hefur sína skoðun á því og víst er að vel hefur verið unnið að góðum málum. Hitt má til sanns vegar færa að þetta þing sé einstakt að því leyti hversu lítinn svip efnahags- og atvinnu- málin hafa sett á umræðurnar. Það er glöggur vitnisburður um það í hve góðu horfi þau mál eru nú. Kjörtímabilið er senn að renna sitt skeið á enda. Það gefur tilefni til nokurrar upprifjunar á því hvernig aðkoman var hjá ríkisstjórninni. Ég veit að visu að sá lestur verður leiðigjarn til lengdar en á hinn bóginn vil ég halda þvi til streitu að hann sé holl upprifjun þeim sem nú láta sér smámuni vaxa i augum. Ég hef oft talað um þá svörtu vordaga 1983 þegar við vorum i stjórnarmyndunarviðræðum. Verðbólgan hafði vaxið jafnt og þétt og var komin vel yfir 100%. Menn voru hræddir um að atvinnuvegirnir, - fyrirtækin, - myndu ekki standast álagið til lengdar þannig að yfirvofandi væri verulegt atvinnuleysi nema söðiað yrði um í efnahagsmálunum. Ekki bætti það úr skák að lifskjör höfðu versnað mjög verulega og ástandið var þannig hjá húsbyggjendum að þeir voru að missa eigur sínar vegna misgengis kaupgjalds og lánskjaravísitölu. Við Sjálfstæðis- menn settum ströng skilyrði fyrir því að við gengjum til stjórnarsamstarfs. Það þurfti ekki að koma neinum á óvart að smáflokkarnir hikuðu við og höfðu ekki djörfung til að takast á við verkefnið. Sérstaklega var það áberandi að þeir Alþýðuflokksmenn kusu að standa utan við enda hefur þeim látið best i seinni tíð að gera svo þegar á reynir. í dag er öðruvísi umhorfs. Bjartsýni er komin í stað bölsýni. Mikill uppgangur er i atvinnulifinu og kaupmáttur hefur vaxið jafnt og þétt. Þannig er talið að á mælikvarða kauptaxta muni kaup- máttur aukast um allt að 11 % frá upphafi til loka árs, en kaupmáttur tekna heimilanna um 20% á siðustu tveim árum og sé hærri nú en nokkru sinni fyrr. Nú er búist við að hagvöxtur verði um 6% á árinu og að þjóðartekjur geti aukist um meira en 8%. Þetta er meiri hagvöxtur en í nokkru öðru vestrænu iðnríki á þessu ári. Veröbólgan verður rétt um 12% frá upphafi til loka árs og er það að vísu 3% meira en Þjóðhags- stofnun hafði spáð í febrúarlok en því veldur að mestu hækkun Evrópumynta og veik staða dollarans þannig að þar er ytri áhrifum um að kenna. Húsnæðisstjórnarlán til þeirra sem enga íbúð eiga fyrir eru nú rúmlega 2,3 milljónir en voru rétt um 700 þúsund við stjórnarskiptin í jafn- verðmætum krónum. Hér hef ég stiklað á fjórum punktum en síðast en ekki sisthefursámikliárangurnáðstaðnúer talið líklegt að hallinn á viðskiptunum við útlönd verði óverulegur eða geti jafnvel horfið með öllu og yrði það i fyrsta sinn síðan 1978 sem það gerðist. Erlendu skuldirnar hafa verið að vaxa okkur yfir höfuð þannig að það yrði mjög mikilsverður árangur ef þetta tækist nú og bæri efnahagsstjórninni glöggt vitni. Auðvitað er það rétt að við höfum búið við mjög mikið góðæri um sinn og frið á vinnumarkaði en það breytir ekki hinu að góðærið hefur nýst okkur til fulls þannig að tekist hefur að gera allt i senn: bæta lífskjör og treysta afkomu fyrirtækjanna, efla innlendan . sparnað en hætta skuldasöfnun erlendis. Þetta ár markar með vissum hætti þáttaskil á Akureyri með þvi að nú hefur verið tekið inn í fjárlög að háskóladeildir skuli taka til starfa næsta haust. Þessi fyrsti visirað Háskólanum á Akureyri er vissulega timanna tákn og stað- festing á því að nauðsynlegt sé að styrkja þann grunn sem Akureyri stendur á sem eini staður- inn á landsbyggðinni sem er í nokkrum færum um að vera mótvægi við höfuðborgarsvæðið og veita þvi þá samkeppni sem nauðsynleg er. Ég hef oft verið spurður að því syðra á þessu ári hvað fyrir mér vaki með Háskólanum á Akureyri, og svarið er í sjálfu sér einfalt. Menntun og þekking tilheyrir engum einum stað og hún er jafn nauðsynleg hvar sem er á landinu. Við erum ekki að keppa að því nú að setja á stofn háskóla sem sambærilegur sé við Háskólann á Melunum. Á hinn bóginn höfum við fullan hug á því að hér verði hægt að afla sér vissrar undirstöðumenntunar sem vel nýtist þeim sem vilja fara út í atvinnureksturinn, stjórna fyrirtækjum og kunna skil á því hvað einstakir verkþættir kosti. Þannig er iðnrekstrar- námið að saman tengist tækni eða verkþekking og skilningur á grundvallaratriðum í rekstri fyrirtækja. Eftir áramótin verður efnt til fundar þar sem það verður rætt sérstaklega hvernig hægt sé að byggja ofan á þetta nám eða hvort rétt sé að efna til viðskiptafræðideildar við hliðina á iðnrekstrarnáminu þar sem áherslan verði lögð á markaðs- og rekstrarfræði. Þessi viðskiptafræðideild verði hagnýt og unnt að taka lokapróf eftir tvö eða þrjú ár. Þá er að hefjast athugun á því hvernig hægt sé að koma hér á fót kennslu í matvælafræði á tækniháskólastigi eins og ég hef áður gert grein fyrir. Síðast en ekki síst hefst kennsla í hjúkrunar- fræðum næsta haust, sem þjónar tvenns konar tilgangi. Annars vegar eru líkur til þess að hún tryggi að vel menntað fólk komi til starfa við Fjórðungssjúkrahúsið og hins vegar er hún til þess fallin að breikka grunn þess bæði inn á við og út á við. Ég hef í þessum fáu orðum lagt áherslu á tvennt. Annars vegar hef ég gert grein fyrir þeirri góðu stöðu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú vegna þess árangurs sem náðst hefur í efnahags- og atvinnumálum. Þar er sjón sögu rikari og vafalaust að engir vilja skipta á því ástandi sem nú er og hinu sem menn urðu að þola á verðbólguáratugnum. Hins vegar hef ég gert Háskólann á Akureyri að umtalsefni en ég tel að hann sé eitthvert mesta hagsmunamál Akureyrar nú, ekki síst með hliðsjón af þvi að reynslan erlendis frá kennir okkur að ekkert sé eins líklegt til þess að efla byggðirnar eins og einmitt það að fólk geti átt kost á hagnýtu lang- skólanámi heima fyrir. Akureyri hefurátt þviláni að fagna að þær skólastofnanir sem hér eru hafa verið vel reknar og í fremstu röð og vil ég mega vænta þess að eins verði um Háskólann á Akureyri, að hann standi fyllilega jafnfætis því besta sem völ er hvað varðar gæði menntunar og starfskrafta þannig að enginn verði svikinn sem þangað sækir. Með þeim orðum vil ég óska Akureyringum, Norðlendingum og íslendingum öllum gleðilegra jóla. Halldór Blöndal. Egils jólaöl Okkar vinsæla jólaöl verður til afgreiðslu frá og með 16. desember Ölumboðið hf. Hafnarstræti 86b - Sími 22941 v1icoA I m II Spur1 M>P£LS\N Cbla maltextrakt Sýningar um jólin REVÍUKABARETTINN MARBLETTIR Sunnudaginn 28. des. kl. 20:30 Þriðjudaginn 30. des. kl. 20:30 DREIFAR AF DAGSLÁTTU Laugardaginn 27. des. kl. 14:00 Sunnudaginn 28. des. kl. 15:00 MIÐASALA - SlMI 24073 IIHYRIMD Þrihyrningur til viövörunar ætti að vera í hverri bifreið. Það eykur öryggi að mun að koma honum fyrir í góðri fjarlægö frá biluðum bil jafn- vel þótt viðgerö taki skamm- an tima. VrAd I 1

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.