Austurstræti - 23.06.1938, Page 3

Austurstræti - 23.06.1938, Page 3
AUSTURSTRÆTI ! MÖRGUM mun ef til vill verða að orði að það sé „að bera í bakkafullann læk- inn“, að auka enn á bókamarkað okkar; með þessari tilraun til hefta-útgáfu. Og ekki skal því neitað að samanborið við fólksfjölda, erum við ábyggi- lega engir eftirbátar annara þjóða á því sviði. En við nánari athugun verður manni þó ljósi að af ritum sem ætluð eru sem léttur skemmtilestur fyrir al- menning, er ekki svo ýkjamik- ið. Meiri hluti allra blaða og tímarita eru algerlega gefin út í þágu hinna pólitísku flokka og mest allt efni þeirra miðað eingöngu við hagsmuni þeirra. Og hvað sem annars má um það segja mun víst allur þorri manna geta orðið sammála um það, að meiri hluti þeirra skrifa sé þó sannarlega enginn skemmtilestur. — Um hitt má ef til vill deila hver nauðsyn sé á fleirum skemmtilestursritum, en varla verður þó um það sagt að þau séu óhollari dægrastytt- ing en kvikmyndasýningar, dansleikir o. s. frv. Og hversu lengi sem einstakir menn, sem virðast líta á sig sem einskonar sjálfkjörna siðameistara, pré- dika móti því sem þeir kalla ,,skemmtanafýkn“, verður ald- rei hjá því komist að við öll, — og siðameistararnir líka — þörfnumst einhverra léttra við- fangsefna til að hvíla hugann frá hinum daglegu áhyggjum og striti. Og jafnframt geta slík rit ef til efnisins er nokkuð vandað, haft mentandi áhrif og lagt ýmsum menningarmálum all-verulegt lið. — Viljum við í þessu sambandi t. d. benda á bindindismálin, sem óneitan- lega eru, eins og nú horfir við, einhver mestu vandamál þjóð- arinnar, þó að engu sé líkara en að samtök séu um að fela þau sem mest þögninni. Og undarlega fáir eru málsvarar þeirra í blöðum og tímaritum. Þetta á þó ekki að skiljast svo, að hér sé verið að stofna til útgáfu bindindisrits. Stefna ritsins er í fáum orðum aðallega sú, að verða til gagns og gam-i ans í tómstundum manna og takist það, teljum við að með því hafi það sannað tilverurétt sinn. Útgef. 3

x

Austurstræti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.