Austurstræti - 23.06.1938, Side 4

Austurstræti - 23.06.1938, Side 4
AUSTURSTRÆTI UR ÖLLUM ÁTTUM /.- Leyndardómar oulu múnkanna Á þessum tímum, þegar blöðin flytja daglega fregnir af ófriðnum í Austurálfu, mun ósjálfrátt vakna hjá flestum nokkur forvitni á að kynnast nánar högum og hinum ýmsu siðum hinna undarlegu gulu þjóðflokka, sem byggja Asíu. — Eftirfarandi grein er um Tibetbúa, einhverja dul- arfylstu þjóðina á þessum slóðum, og segir meðal annars frá leit þeirra eftir hinum nýja Dalai Lama eða æðsta presti. MARGIR hiifa lesið ferða- sögur sænska landkönn- uðsins, Sven Hedins, og frásög- urnar um æfintýri hans í Tíbet. — Og þeir, sem það hafa gert mun reka minni til þess að ef til vill er ekkert þeirra æfin- týra eins dularfult og spenn- andi, eins og þegar hann er að reyna að komast fyrir leynd- ardóma ,,gulu kirkjunnar“, eins og hann einhversstaðar nefnir buddhismann. — En Tíbetbúar eru eins og svo margar aðrar mongólskar þjóðir, búddhatrú- ar. I Hin heilaga borg þeirra er Lhasa og þar ríkir Dalai Lama æðsti prestur þeirra. Lhasa var lokuð borg fyrir Evrópubúa frá ómunatíð og fram á allra síð- ustu ár. Og sá sem vogaði sér að brjóta það bann, átti aldrei afturkvæmt. Þó tókst Sven Hedin að sleppa þangað inn fyr- ir borgarmúrana í dularklæð- um og þar áður hafði Englend- ingur nokkur leikið sama leik- inn, svo ofurlitlar sagnir höfðu þó umheiminum borist frá hinni glæsilegu og helgu borg með hinum ótölulega fjölda af heil- ögum musterum og klaustrum, — múnkum og prestum. Á allra síðustu árum hefir þó útlendingabanninum verið létt af og svo að nú er engin nýlunda að sjá allra þjóða ferðalanga skálma um göturn- ar og Kodak myndavélarnar hér og þar á lofti. — En enn- þá geymir þó Lhasa ógrynni af leyndardómum, sem hvítir 4

x

Austurstræti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.