Austurstræti - 23.06.1938, Page 6

Austurstræti - 23.06.1938, Page 6
AUSTURSTRÆTI Lárus G. Livíksson - skóverzlun - er BEZT. bæna-kvörn. Bænakvarnirnar eru sívalningar, sem pappírs- eða léreftsrenningum er vafið utan um og á hvern renning er skrifuð löng runa af bænum. Sívalningunum er svo snúið með sveif og samkvæmt trú þeirra hefir það sömu áhrif að vinda bænirnar ofan af eða upp á sívalninginn eins og að þylja þær. — Á þennan hátt er því hægt að „spóla“ af ógrynni af bænum á örskömmum tíma og ólíkt þægilegra en gamla að- ferðin. Þessar bænakvarnir eru oft ákaflega skrautleg smíði og skreyttar dýrum málmum. Þeir, sem ætla að gerast munkar eða prestar eru venju- lega teknir í klaustrin þegar þeir eru 8 ára gamlir, en oft eru þeir þó látnir dvelja meðal ættingja sinna öðru hvoru fram að 15 ára aldri og er þeim þá sýnt sérstaklega gott atlæti, því það er eitt af því, sem bezt er launað í öðru lífi, ef kirkjunn- ar þjónar eru vel fóðraðir. Á aldrinum 20—25 ára fá þeir svo munkavígslu. — Á þessum árum hafa þeir hlotið geysi- mikla dulræna og leyndardóms- fulla fræðslu í klaustrunum, lærdóm, sem enginn hvítur maður eða annar óviðkomandi getur fengið nokkra hugmynd um. Sumir þeirra virðast fyrir fullt og allt segja skilið við allt jarðneskt og lifa það, sem eftir er æfinnar sem dularfullir ein- búar. ^ VEN Hedin segir frá því, á einum stað, er hann kom í klaustrið Taschilhumpo. Þar lifði þá gamall munkur múr- aður inn í neðanjarðarklefa og hið eina samband sem hann 6

x

Austurstræti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.