Austurstræti - 23.06.1938, Blaðsíða 7

Austurstræti - 23.06.1938, Blaðsíða 7
AUSTURSTRÆTI hafði við umheiminn var ofur- lítið kringlótt gat í gegnum loftið, þar sem hann tók á móti drykkjarvatni, sinni fátæk- legu fæðu og olíu á lampann. Þarna lifði hann árið út og ár- ið inn og ekki í öðrum klæð- um en einni þunnri skyrtu. — Þarna sat hann daga og nætur yfir bænabókum sínum og helgi- ritum, þessum ritum sem með daglegri notkun áttu að gera hann, fyr eða síðar óháðan hita og kulda og líkamsþunga. Tak- ist einhverjum munki að lifa þannig í 12 ár er hann leidd- ur út úr klefanum og færður upp á hæðsta klaustursþakið og látinn blása þar í lúður nokkra stund. — Upp frá þeirri stundu nýtur hann svo jafnrar virðingar og ábótinn. Og þó ó- trúlegt sé, þá er aldrei skortur á munkum, sem vilja taka þessi 12 ár á herðarnar. Aðrir munkar láta múra sig inni æfilangt og þeir eru þá svo einangraðir að jafnvel þjón- arnir, sem bera matinn að op~ inu eða glugga þeirra, fá ekki tækifæri til að yrða á þá eða sjá þá. — Umhverfis þá ríkir ■órjúfanleg dauðaþögn. Sé mat- urinn ekki hreifður þaðan sem hann er látinn í sex daga, vita menn að munkui’inn er dáinn. Þá eru múrveggirnir brotnir niður og líkið hii't. Það gengur sögn um það, að einn munkur hafi lifað þannig í 69 ár, en að lokum hafi hann gefið sig fram og beðið um að fá að sjá sól- skinið einu sinni áður en hann dæi. — Honum var þá hleypt út, en þá segir sagan að hann hafi verið orðinn svo saman- skorpinn, að hann hafi ekki verið stæi’ri en átta ára barn. Allir vöðvar og kjöt var horfið, eftir var aðeins visin beinagrind og gul skorpin húðin. Augun voru búin að missa allan lit. Urn leið og hann leit sólarljósið féll hann dauður til jarðar. MUNKARNIR í Tíbet ei’u frægir fyrir töfraki’aft sinn og trúin á galdra og allt yfirnáttúrlegt er ofin inn í allt daglegt líf þjóðarinnar. Ef ein- hver þarf á göldrum að halda, snýr hann sér bai’a að gömlum og reyndum munk. Eigi tveir óvinir hlut að máli, fá þcir sér sinn munkinn hvor og þannig getur hafist margra ára galdra- 7

x

Austurstræti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.