Austurstræti - 23.06.1938, Qupperneq 14
AUSTURSTRÆTI
hún bað mig að segja engum,
verður það því ekki tilfært hér.
Holan fyltist af vatni og
þornaði aldrei til fulls, og fraus
ekki á henni í mestu vetrar-
frostum. Var þar nóg drykkjar-
vatn fyrir hestana og hefði mátt
með iagfæringu leiða vatnið í
hesthúsið.
Enginn hafði veitt því eftir-
tekt fyrr, að þarna væri vatn.
Sannast þar sem oftar: „Oft er
það gott sem gamlir kveða“.
2. Jón bóndi í Glóru.
Fyrir mörgum árum síðan bjó
að Glóru í Dýrafirði, bóndi að
nafni Jón. Hann þótti sérkenni-
legur maður um marga hluti.
Tilsvör hans og frásagnir voru
mjög á annan veg en almennt
gerist. Kotið, sem hann sat, var
lítið, og búið þar af leiðandi
á sama hátt. Þurfti hann því
jafnan að stunda sjóvinnu jöfn-
um höndum. Ekki vildi Jón vera
upp á aðra kominn með neitt,
heldur sneið sér og sínum stakk
eftir vexti. Gerði litlar kröfur,
en var sjálfum sér nógur. Eitt
harðinda og heyskortsvor á
Vestfjörðum, var Jón spurður
Er þetta satt?
Samvaxnar systur gifta sig.
í Dallas í Texas búa sam-
vaxnar systur, Daisy og Violet.
Þær eru kornungar og læknar
hafa lýst því yfir að ógjörn-
ingur sé að skilja þær sundur
með skurði. — Nú segja ame-
rísk blöð frá því að Violet hafi
gift sig nýskeð eftir langvar-
.andi mótspyrnu yfirvaldanna,
sem töldu að slíkt hlyti að heim-
færast undir fleirkvæni. En nú
hafa þau gefið eftir og mun það
hafa ráðið úrslitum að Daisy
hefir lýst því yfir, að hún muni
einnig í næstu framtíð gifta sig.
Sagan þykir sem von er hai'la
ótrúleg. — En blöðunum ber
öllum saman og flytja jafn-
framt myndir af systrunum og
manni Violet, sem sjest þar í
fullu brúðarskarti. — Eru þau
öll að koma úr kirkjunni. Og
það er erfitt að segja að ljós-
myndavjelin ljúgi.
f ■mBinr'i————mm—a—m—BMggaBBak—a—p——
um hvernig á stæði fyrir hon-
um með hey. Kvaðst hann hafa
nóg fyrir sínar skepnur og
meira til. Kvaðst hann gefa
14