Austurstræti - 04.07.1938, Page 19

Austurstræti - 04.07.1938, Page 19
AUSTURSTRÆTI aðar“. Þá virðist honum að þær séu lítilsvirði og svo pasturslitl- ar, að varla megi anda á þær. — En svo segist hann hafa kynnst þeim í sveitinni, á ferðalögum og útilegum, hitt þær á skíðum og í fjallagöngum. Og þá komi allt annað í ljós. — Þær séu hraustar og frjálsmannlegar í framkomu og telji sig færar í flestan sjó og vilji ekki vera neinir „stássgripir, sem bera þurfi á höndum sér eins og því sé lýst í rómönunum." — Og svo endar hann bréfið með heim- spekilegum samanburði á nú- tímakonunni, sem sjálf ryður sér til rúrns í lífinu og konum og dætrum forfeðra okkar, „sem sátu kulvísar inni á palli og voru bændum sínum hlýðnar og trúar, auðsveipar og undirgefn- ar í stóru og smáu. — Spáir hann nýtízku stúlkunni glæsi- legri framtíð og finnst miklu meira til hennar koma, þrátt fyrir „tildrið, sem hylur íþrótta- æfðan líkamann," heldur en „hjálparlausu heimasæturnar á dögum ömmu minnar og afa.“ — Með tilliti til þess, að hann telur sig sveitamann, kemur manni þessi lýsing á mæðrum okkar og ömmum dálítið öfugt fyrir sjónir. Aðrar sagnir hafa farið af íslenzku bændakonunni. III. Stutt og laggóð grein, frá Casanova. Unga stúlkan, — Ungfrú Reykjavík 1938! — Hún er sæt eins og allar ungar stúlkur eru, hafa verið og munu verða. Það er allt, sem um hana er að segja og það er líka nóg. — Aðeins vildi ég óska þess að þær, sem nota óekta varalit, gætu látið útbúa einskonar viðvörunar- skilti: Nýmálað, — áður en þær eru kynntar fyrir mér á dans- leikjum eða annarsstaðar.— Það kemur sér betur gagnvart frúnni minni og heimilisfriðnum. Casanova. Þessi blessaður Casanova virðist nokkuð yfirlætismikill og væri því ekki úr vegi að einhverjir tækju upp hanzk- ann fyrir ungu stúlkurnar og málninguna og svöruðu honum í næsta hefti, — því eins og menn muna, verða frjálsar umræður um ungu stúlkurnar í einu hefti enn, og svo heild- arálit í öðru hiefti hér frá. — 43

x

Austurstræti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.