Morgunn


Morgunn - 01.12.1988, Page 62

Morgunn - 01.12.1988, Page 62
ÚR FÉLAGSSTARFINU MORGUNN Miðillinn Julie Griffilhs lalar á skyggnilýsingafundi. Allir hafa þó þennan hæfileika í sér. Margir vilja ekki nota hann, lifa ekki nægilega kyrrlátu lífi til þess eða eru ekki tilbúnir af öðrum ástæðum.“ Miðill sér fólk fyrir handan, heyrir til þess og finnur til- finningar þess. Sumir halda að hægt sé að þjálfa sig til slíks á 6-7 mínútum, en svo einfalt er málið ekki. ,,Pað er mjög gott að við lærum sem mest um Iífið fyrir handan,“ sagði Julie, ,,það t.d. tekur burt frá okkur hræðsl- una við dauðann.“ Hún kvaðst aldrei tala út frá minnisatriðum á blöðum þegar hún talaði á svona fundum, og ef henni mistækist eitthvað þá fengi hún strax aðstoð að handan. „Við getum,“ sagði hún, „tengst fólkinu þar huglægt og fengið hjálp þegar á þarf að halda.“ „Margt hefur verið sagt um spíritismann sem er bæði rangt og byggt á misskilningi, en athugið að ykkar hlutur er ekki hvað sístur varðandi þessi mál. Þegar þið komið á miðils- fundi, komið þá með opnum huga og sendið miðlinum vin- gjarnlegar hugsanir. Það sem þið gefið af sjálfum ykkur, það 60

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.