Sjómaðurinn - 01.03.1940, Qupperneq 17
S JÓMAÐURINN
11
mynduðu liring í kringum sólina. Skygni var
óvenju gott og andvarinn var kaldari en verið
hafði siðustu dagana. Sjó og öldu hafði aukið
að mun. En eina breytingin, sem orðið liafði
á loftvoginni, var sú, að liún liafði heldur stigið,
það sem það var. Síðar um kvöldið mátti glögg-
legt heyra þungan nið, og héldum við að veðr-
ið væri þá að skella á, þvi að um svipað leyti
hyrjaði að smárigna. En það var nú ekki fyrr
en 4—5 klukkutímum síðar, að svo snögglega
skall á, að líkast var sem allar höfuðskepnurn-
ar væru orðnar liamstola. Klukkan 3 um nótt-
ina vorum við allir hásetarnir kallaðir út og
sagt að „sjóbúa“ okkur og koma aftur á aftur-
dekk. Var nú lagst til, og þegar við komum aft-
urá, sáum við livers kyns var: Sjór hafði kom-
ið þarna um horð með heimtufrekju og látum
og rifið suma bifreiðakassána úr böndum, þrátt
fyrir, að vel hí fði verið frá öllu gengið kvöldið
áður. Þrír þeirra höfðu brotnað, og þegar okk-
ur bar að, sáum við þakið af einum þeirra vega
salt á borðstokknum, sem svo við næstu veltu
hvarf fyrir borð.
Þó að legið væri nú til, gengu sjóirnir ennþá
inn á dekk með miklum ofsa, og komu þeir
úr öllum áttum, að manni virtist, svo óreglu-
legir voru þeir.
Þegar hægt var að liafast eitthvað að, var tek-
ið til að hjarga því, sem hjargað var, þó erfitt
væri, því að stykkin voru stór. Þrjár bifreiðar
höfðu brotnað og voru ekki eftir nema undir-
vagnarnir af tveim þeirra. Við sjóbúninguna varð
einn maður á milli með fót og ristarbrotnaði
hann.
Eftir þella var ferðinni haldið áfram, nú með
annari stefnu. Hafði skipstjóri nú reiknað út
storminn, og taldi okkur vera í hættuminni helm-
ingi hvirfilstorms, sem þarna var kallaður „Ty-
phoon“. — Fleira skeði ekki af völdum storms-
ins, og höfðum við siglt út úr honum eftir aðra
6 tíma. Til Capetown komum við svo í góðu
veðri snemma morguns. Við manni blöstu Borð-
fjöllin (Table Mountains), sem draga nafn sitl
af því, hve slétt þau eru að ofan. Þennan
morgun var borðdúkurinn breiddur á. Var það
þunn fjallaslæðan, sem grúfði hreyfingarlaus
yfri þeim. Urðúm við að láta akkeri falla og
bíða afgreiðslu til næsta dags. Ennþá er höfn-
in í Capetown ekki nógu stór til þess að taka
við öllum þeim sæg skipa, sem þar koma. En
unnið er nú stöðugt að einhverri þeirri stórkost-
legustu hafnargerð þar, sem sögur fara af.
1 annari ferð, en frá segir í þessari grein, fór
höfundurinn 150 mílna leið með hifreið inn í
Afríku og kyntist þar Zulu-kynflokki, lifnaðar-
háttum hans og aðbúnaði. Dvaldi hann mestan
hluta úr degi meðal þessa kynflokks, sem lók
honum og félögum hans mjög vel, en vitanlega
„fyrir góð orð og betalingu“. — Myndirnar, sem
fylgja þessari grein, eru teknar í því ferðalagi.
er besta og vinsælasta
sími 1313. smjörlíkið.
AN^AKÐIIK 1I.F.
Sjómannastéttin
eru best.
Gerist áskrifendur
að bókum
Menningarsjóðs og
Þjóðvinafélagsins.