Sjómaðurinn - 01.01.1941, Page 7

Sjómaðurinn - 01.01.1941, Page 7
Sjó.ma^iOimn 1. -2. tbl. Jan.—maí 19M. 3. árg. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð skilið. J ó n a s H a 1 1 g r í m s s o n. NDANFARNA mánuði lutfa sorgir og ástvinamissir heimsótt mörg íslenzk sjómannaheimili. Meðan sjór er sóttur, verður það því miðnr vafalaust hlutskipti þeirra, þó aldrei hafi það borið að með slíkum hætti sem nú. Mcð orðum verður því ekki lýst, hvernig litið er á hinar hatram- legu árásir á alsaklausa menn, er eiga sér enga ósk heitari en að lifa í friði við alla menn og aðeins hyggja á friðsamleg störf til bjargar sér og sínum. Við slílcar fréttir um fráfall margra mæira manna — og sorgir og söknuð ástvina, setur menn hljóða — og fáitt verður til ráða, — og þái sjáum við oft hversu ósegjanlega máttvana við erum i tilverunni, þrátt fyrir dagleg mannalæti. Sorg og söknuði verður oft bezt mætt með al- gerri þögn — þar sem náttúran ein talar máli er syrgjandinn skilur. Góðskáldið okkar, Jónas Hallgrímsson, hefir þó í ofanrituðu erindi túlkað þái hugsun, sem að vissu marki er bezt hverjum syrgjanda. — Og ennþá syrtir .... Eh bráðum birtir, bráðum rætisl hiu síðasta von. Morguninn kemur, sem mildi spáir. Þessa trú verðum við að tileinka okkur, þrátt fyrir sorgir, andstreymi og hörmungar og láta baráttu þá, sem nú' er háð í heiminum og verður þess valdandi, að margur saklaus og góður drengur fellur í valinn, mörg konan ‘berður ekkja, margt barnið föðurtaust og móðir og faðir sonar- vana, hafa þau áhrif á okkur og færa okkur nær því marki, að koma eins fram við aðra og við viljum að aðrir komi fram við okkur, láta ekki það böl bætast við ástvinamissirinn, hjá að- standendum þeirra, sem fallið hafa, að áhyggjur af allsleysi bíði þeirra, er lítill tími er liðinn. Það er siðferðileg skylda okkar að hjálpa þessu fólki — einnig þess vegna verðum við að gjöra það. Nokkur breyting hefir orðið á fiskiveiðum okkar; gamla lagið, saltfiskveiðarnar, teknar upp að nýju og nokkur frestun orðið á siglingunum. Má segja, að þessu sé þann veg farið vegna þeirra stóratburða, sem eru að gjörast allt í kring um okkur, og nær en nokkru sinni fyrr. Fer okkur því líkt í þessum efnum sem ferðamanni, er ferðast um ókunna vegi og kemur að vega- mótum. Hann staldrar við, til að átta sig á vegunum og leitast við að finna þann rétta, því á- fram verður lianu að halda. Sé leiðin torsótt og ógreið, býr hann sig betur út, e.f jiess er kost- ur, og fer að öllu sem viturlegast; það er að segja sé hann maður forsjáll. Ilið sama gildir fyrir siglingarnar okkar, —- þær verða að halda áfram. Það er okkur lífs- nauðsyn. Sama máli gegnir um það, að leita allra ráiða til öryggis mönnum og slcipum, þvi að hvar stöndum við, ef við missum bæði skip og menn? Ýmsum kann að hafa þótt nolckur seinagangur á samningaumleitunum viðvíkjandi sigl- ingunum, en þeim hinum sömu skal á það. bent, að nokkur ástæða virðist til að staldra við, er þess er gætt, að við höfum þegar misst — þegar togarinn fínllfoss er talinn með — hlutfallslega nokkuð fleiri menn heldur eu Norðmenn misstu alla siðustu heimsstyrjöld. Það er líka skylda allra, jafnt skyldra sem vandalausra, að gæta hinnar fyllstu varúðar og aðgæzlu, jafnt í þessu sem öðru, og flana að engu. Er það og grunur margra, að sá tími sem framundan er, muni leiða það í Ijós, að umræður þær, sem farið hafa fram, voru nauðsynlegar öllum aðiljum. Megi heill og blessun fylgja sjómönnunum okkar og skipunum og gifta fylgja þeirra vanda- sama og hættulega starfi. Greinar og auglýsingar, sem birtast eiga i blaðinu, skulu sendar til: Sjómaðurinn, Box 285, Rvík.

x

Sjómaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.