Sjómaðurinn - 01.01.1941, Qupperneq 9

Sjómaðurinn - 01.01.1941, Qupperneq 9
SJÓMAÐURINN 3 „Þegar eg var að alasl upp, voru í Vestmanna- eyjum aðeins þrjár verzlanir, og allar i höndum erlendra kaupmanna. Eg ólsl upp við harðrétti það, sem þessi einokun skapaði og elckert mótaði skapgerð mina og lifsskoðun, eins mjög og sú kúgun, sem almenningur varð að þola af liendi þessarar einokunar. Sjómennirnir seldu allan afla sinn til þessara verzlana og fengu aðeins vörur fyrir. Það var ekki viðlit fyrir litilsmegandi al- þýðufólk, að rísa upp og reyna að hagnýta sér lífsbjörgina, svo að liún yrði jafn mikils virði fyrir það og aflinn raunverulega var. Allmargir hátar voru gerðir út um þetta leyti. Attu verzlanirnar suma þeirra, en stærstu bænd- ur áttu nokkra háta i samlögum. Stærstu hátarnir voru um 6 tonn að stærð og vor 18—20 á hverj- um hál. Sjósóknin var vitanlega ákaflega erfið og ekki liægt að sækja nema stutt, lengst mun liafa verið farið nokkuð suðauslur af eyjunum á svo- kallaðan „Ledd“. Á þessum tíma voru líka stund- aðar hálcarlaveiðar og lágu hátar úti við þær veið- ar. Einkennilegt finnst mér það, að það var eig- inlega ekki farið á hákarlaveiðar nema i slæmu veðri, lielzt i éljagangi og útsynningi. Aðhúnaðurinn á sjónum var ekki upp á marga fiska. Sjómenn fóru ekki með nesti með sér og skil eg ekki livers vegna, en vitanlega var þeim færður matur og kaffi strax og þeir lentu. Eins og að líkindum lætur voru skipin alllaf sett upp, þegar komið var, og fram,, er róið var. Var þetta mjög erfitt, en þetta þekldst úr ölhun verstövum. Þó að Vetsmannaeyingar lifðu að langmestu leyti af sjóföngum, höfðu þeir mjög lifsframfæri af fuglatekju og einnig af húskap. I Vestmanna- eyjum voru um þetta leyti 48 jarðir. Grasnyt Eyjanna var skipt í 48 jarðir og átlu jarðirnar einnig nytjar í úteyjunum, bæði til hagagöngu og fuglatekju, og má segja, að þessu hafi verið mjög viturlega fyrir komið. Sama var að segja um reka, liver jörð átti ákveðinn stað. Eg missti föður minn aðeins 12 ára gamall, og aí því að eg var elztur af 5 hræðrum, fannst mér að mesta ábyrgðin livíldi á mér og fór þvi að braska i ýmsu. Árið 1897, aðeins 1(5 ára gamall, eignaðist eg „part“ í skipi. Það var aðeins sjöundi partur Jiess, en karlarnir vildu gjarna hafa mig ineð, vegna þess, að ég var fjandi duglegur í þvi, að útvega sild til beitu. Eg var þá þegar búinn að komast í samband við enska linuveiðara og naði í síld frá þeim. — Eg vil i þessu sambandi ininna á það, að svo rík var einokunin í Vest- niannaeyjum á þessum tíma — og hafði raunar alltaf verið — að þeir, sem skulduðu lijá kaúp- mönnunum fengu ekki út veiðarfæri lil útgerðar sinnar, eða annað, nema að skila aflanum strax - blautum upp úr sjónum. Beita var raunveru- lega alveg nýtt fyrir sjómennina, áður liöfðu þeir rent önglunum berum, og sá, sem gal því útveg- að beitu, var ákaflega mikils metinn og gelið þér ímyndað yður, hvort eg liafi ekki fundið til mín vegna síldarútvegananna. Nú fór alll að ganga með meiri liraða. Eg' varð einn þeirra allra fyrstu lil að brjótast undan veldi selstöðukaupmannanna. Eg setli upp mína eigin verzlun, undir nafni móður xninnar þó, eignaðist einn bát að fullu, verkaði sjálfur fislc minn að öllu leyti. Varð eigin liúsbóndi og rak minn útveg i samkeppni við hina erlendu kaupmenn — og gegn þeim. Eg verð að játa, að mér fannst þetta vera hrautryðjendastarf, því að draumur minn var sá, að verzlunin yrði innlend og atvinnureksl- urinn yfir höfuð að tala. Vald einokunarinnar fór sifellt minnkandi, en verzlun mín og úlgerð óx hröðum skrefum. Jafn- framt óx frelsi eyjaskeggja, og afkoma þeirra batnaði stórkostlega. Það var vor i loftinu og vor- hugur í mönnum, jafnt þeim betur stæðu, sem, hinum fátæku, því að allir, undantekningarlaust, nulu góðs af þeirri byltingu, sem var liafin. Þetta sjáið þér bezt af því, að hver umbót, sem gerð var, skapaði knýjaudi nauðsyn fyrir annarri. Þó að afturhald teldi úr og ofsækti nýjungar, þá sigruðu þær samt fyrir atbeina framadjarfra manna. Á árinu 1904 Ixyggði eg fyrstu verzlunarhús min — og þótti mér það sögulegur viðburður i starfs- sögu minni. Á þessu ári gerðist fleira merkilegt. Þá tókst mér að senda fyrsta fisk-„slattann“ til Spánar frá Vestmannaeyjum,, og nokkuð af hrognum líka. Var það í fyrsta skipli, sem slíkt var gert á nafn íslenzkrar verzlunar- og útgerð- armanns. Um þetta leyti eru mótorarnir fyrst að koma til sögunnar. Eg fór eina ferð mína þá lil útlanda, og eg keypti fyrsta mótorinn, sem kom til Suðurlandsins. Þennan mótor keypti ég í Dan- mörku og var það Dan-mótor. Keypti eg þessa tegund vegna þess, að liún var auðveld i með- förum. Jafnframt keýpti eg efni í vélbál og kom með hvort tveggja heim samtímis. Hinn kunni hátasmiður Bjarni Þorkelsson byggði bátinn fyr- ir mig og var hann 6 tonn að stæi-ð. Mótorinn kostaði 2 þúsund krónur, en báturinn með úl- búnaði 4 þúsund krónur. Þessi bátur hlaut i skírn- inni liið veglega nafn „Eros“, en einhvernveginn

x

Sjómaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.