Sjómaðurinn - 01.01.1941, Qupperneq 14

Sjómaðurinn - 01.01.1941, Qupperneq 14
8 SJÓMAÐURINN sjálfu, en hinir hafa lægi í smávíkum í grendinni: Kabelvaag, Skraava, Ilopen og Henningsvær. Vermennirnir koma allar leiðir sunnan frá Bergen og norðan frá Kirkenes. Flestir þeirra kom.a á vélbátum, sem formaðurinn á oftast nær, en mjög er það títt, að fjölskylda á hát og að á bátnum eru allir vinnufærir menn fjölskyldunn- ar. Það er því sár missir, þegar slíkur hátur ferst. Það er hræðilegt fvrir konuna, sem bíður lieima og gætir búsins, meðan maðurinn og synirnir eru að afla hjargarinnar á sjónum. Og á hverju ári krefst Ægir gamli sinna fórna. Venjulegast eru Iilutaskipti á Lofotenhátunum. Ef 12 menn eru á, fær liver sinn hlut, en formað- urinn auk ]>ess 4 hluti fvrir bátinn. Við nokkra háta starfa aðstoðarmenn og er þeim ]>á horgað fasl kaup, en þetta er gert til að reyna að minnka atvinnuleysið. Það fer þó minnkandi, að þessi að- ferð sé höfð. Fullkom.in hlutaskipti eru föst regla, og þó að formaðurinn og cigandinn séu allsráð- andi, þá ríkir mikill félagsandi um horð. Sjó- menn geta reiknað með því i vertiðarbyrjun, að þeir þurfi að borga 2—300 krónur fvrir veiðar- færi og verkfæri, auk fæðis, en ])að er talin góð ,.þénusta“, að geta farið með heim til sin 800— 900 {krónur efltir Vcrtiðinia, Vermennirnir hoifa aðsetur um. borð í öllum stærri bátunum. Þar er vel um búið, þrátt fyrir litið rúm; l)afa skips- menn útvarp og yfirleitt öll þau þægindi, sem hægt er að koma fyrir. Sjómenn af minni hátum l)úa þó i gamaldags verbúðum, sem leigðar eru fyrir hverja vertið. Þarna sofa þeir, borða og gera að lóðum sinum. Talið er að mikið skorti á lieilsu- samlegan útbúnað i þessum verbúðum. Víða er mjög erfitt að fá drykkjarvatn. Reynt er að sprengja fyrir brunnum í klettana, en það gengur ákaflega misjafnlega. Úti á miðunum velja flestir mátanna sér fastan samastað, eða svo gott sem, og taka mið af fjöllunum. Það hefur nefnilega sýnt sig, að það er alls ekki hetra að þjóta um allan sjó í þeirri von, að „gripa gæsina“. Ef menn gera það, endar það oft með því, að báturinn kemr ur i torfuna i sama mund og hún er aftur að liverfa. Vélbátar, sem eru hafðir á miðunum til eftirlits og kostaðir af ríkinu, fara stöðugt um þau og halda uppi reglu. Þeir eru nokkurskonar lög- regla á sjónum. Bátarnir m,ega til dæmis alls ekki fara út úr höfninni fyr en kl. 6 á morgnana, og þeir mega ekki leggja netum seinna en kl. 7% á kvöldin. Lögreglubátarnir eru þá stöðugt á ferli með leitarljós, og ef einhver brýtur reglurnar, fær sá hinn sami háar sektir. En allir leggja net- Svolvær — salthús og „braggar“. um eða lóðum eins.seint og mögulegt er, því að það er ekki gotl að verða neðstur. Veiðarfæriti flækjast oft og tíðum saman, eða þau fara í skrúf- una. Það er sérstaklega hættulegt og skapar mikla erfiðleika, en þá koma líka lögreglubátarnir til hjálpar. Það er mikill skaði fyrir bátana að missa veið- arfæri sin. Hvert þeirra kostar upp undir 50 kr. Hver bátur gelur ef til vill átl 70 net. Þau kosta því að minnsta kosti um. 3 þúsund krónur. Oft hefur heyrst talað um rifrildi milli fiski- mannanna um aflann, og ég hef jafnvel hevrt tal- að um ofsaleg slagsmál, sem kölluð hafa verið: „Orrustan í T)-öIlafirði“. Þar kvað hafa verið sleg- izt ákaflega. En ég held nú að í þeim atburðum, hafi tekið þátl harðvítugri karlar en þeir, sem nú stunda veiðar frá Lofoten, því að þrátt fyrir ])að, þó að leguplássin séu full og umferðin eins og í fjölförnum götum í stórborgum, eru aldrei neinir árekstrar, Fiskimennirnir eru að sjá friðsamir og rólegir, með góðlegan svip; flestir eru þeir háir og myndarlegir. Þeir eru að vísu þunglamalegir í hinum stóru stígvélum sínum og litríku, olíu- bornu fötum. A höndunum hafa þeir þykka ull- arvetlinga, sem þeir bleyta í sjónum á morgnana, til að mýkja þá. ■ Uti á miðunum mætast fiskmennirnir og fiskur- inn, eins og áður er sagl. í björtum torfurn fara hinir stóru silfurlituðu fiskar djúpt niðri í dökk- um sjónum. Skyndilega koma lóðarönglarnir nið- ur til þeirra með hinni lystugu beitu, sem oftasl er síld eða skefliskur. Stundum er hér um að ræða aðeins einn öngul og hann hreyfist stöðugt upp og niður. Þannig er reynt að veiða hinn dýrmæta fisk, og þannig er hann veiddur. Þegar landlegudagar eru, skemmta menn sér hver eins og bezt gengur. Kvikmyndahúsinu eru full og eru þó fjórar sýningar á dag. Kirkjan er

x

Sjómaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.