Sjómaðurinn - 01.01.1941, Qupperneq 32
SJÓMAÐURINN
26
með því að fara yfir bannsvæði Þjóðverja. Við-
horf þau, sem skapazt liafa með hafnbannsyfir-
lýsingunni gefa ekki tilefni lil þess, að við leggj-
um hendur í skaut — og gefumst upp. En þau
gefa lieldur ekki lilefni til þess, að við sínum ein-
hvern ímyndaðan kjark og önum beint af aug-
um fram með augljósa liætlu framundan, fyrir
menn og skip. — Með þelta fyrir augum hafa
fulltrúar sjómanna ritað eigendum þeirra skipa,
er sigla til þessara landa, og tjáð þeim. liið breytta
viðhorf og nauðsynina á því, að reynt sé að fá
skipunum aukna vernd. Ennfremur hefur núgild-
andi stríðsábættusamningum fyrir siglingaskipin
verið sagl upp 9. þ. m. — Það er eklci af skorti
á hugrekki hjá sjómönnum né fulltrúum þeirra,
að þannig hefur verið tekið á þessum málum,
heldur er ástæðan sú, að horfst er i augu við
blákaldar staðreyndir, — og skynsemin ein og
viðhorfið til framtíðarinnar, að svo miklu leyli
sem unnt er að sjá fram í tímann, er Iátið ráða
framkvæmdum.. Með þetta í liuga munu fulltrúar
sjómanna ræða um viðfangsefnin við aðila á næst-
unni.
Orrustan um Atlantzhafið.
Við heyrum oft talað um orusluna um Atlantz-
hafið og margir hugsa og tala um lnma rélt eins
og Iiún væri einhver fjarlægur atburður, viður-
eign aðila í Rauðaliafi eða annað þess hátlar, og
þó að segja megi, að engum, sem þenna heim
byggja, og þá okkur, ekki síður en öðrum, sé ó-
viðkomandi orrustur, sem eiga sér stað á fjar-
lægum stöðum, þá eru það þó alvarleguslu líð-
indin fyrir hvern og einn, sem gerast við bæjar-
dyr hans, eins og hernaðurinn er nú rekinn. Orr-
ustan um Atlantzhafið er orrustan við bæjardyr.
okkar íslendinga. Iljá því verður ekki komist, og
engin ábrif getum við á það haft, hversu nærri
hún fer eða hvernig henni lýkur. Það þýðir ekki
fyrir okkur að vera með neina sjálfsblekkingu
út af þessum atburðum — og bezl er fyrir okkur
að gera okkur grein l'yrir ])ví, að landið okkar,
sem við héldum að myndi ávallt standa utan við
þennan heljarleik, er nú nær honum en nokkru
sinni fyrr. Það er því engum vafa undir or|)ið, að
gangur þeirrar orrustu og úrslit hennar veltur á
miklu fyrir okkur. Hingað til höfum við lifað á-
gætis lífi, betra lifi en fyrir stríð. En það væri
að loka augunum fyrir hættunum og fljóta sof-
andi að feigðarósi, ef við teldum okkur trú um,
að svo yrði áfram. Ilafnbannið á ísland og orr-
ustan um Atlantzhafið geta lokað okkur inni um
lengri eða skemmri líma með þeim afleiðingum,
sem. allir ættu að skilja. Þetla er ekki sagl til að
auka ótta fólks, eða draga kjark úr neinum, lield-
ur lil þess að livetja til varfærni og framar öllu
byggilegs undirbúnings.
Nábúinn í vestri. — Þegar þannig er ástatt, er
ekki nema eðlilegt, að þjóðin, sem byggir „ein-
búann i Atlantzliafi“ beini huganum lil næstu
nágranna stórvekþsins i vestri og jafnvel óski
þess, að liann liðsinni á stund hættunnar.
Saltleysið.
Þegar siglingarnar til Englands stöðvuðust fóru
togararnir á veiðar i salt. Þá minnkuðu að veru-
legu leyti möguleikarnir fvrir vélbátaflotann til
að selja nýjan fisk til útflutnings, þar sem að
flutningaskipin bættu, þau færeysku einnig að
mestu leyti, en þau keyptu mikið af fiski hér. —
Við þessar breytingar hefur komið í ljós að menn
bafa eingöngu einblýnt á ísfisksútflutninginn og
svo að segja alveg lokað augunum fyrir því, að
fyrir bann gæti tekið að mestu. Allt of litlar salt-
birgðir reyndust vera til í landinu og sýnir það
óverjandi fyrirhyggjuleysi. Dálitlu hefði mátt
bjarga með því að berða fiskinn, en víða er þar
eins farið: trönurnar seklar allt of víða lil ýmis-
konar annarra nota, þó að nokkrar undantekning-
ar sé um að ræða. Virðist svo sem okkur Islend-
ingum ælli seint að lærast að fyrirhyggja er sú
dyggð, sem sizt má án vera. Að sjálfsögðu verð-
ur reynt að bæta fyrir ])etta fyrirhyggjuleysi, sem
stafar al' því sem nefna mætti „gullæði“ síðustu
tíma, sem svipar allmjög til þess, sem sögur
greina frá að verið hafi, þar sem gullnámur fund-
ust i gamla daga. Það er að vísu hægara að kenna
heilræðin en balda þau, en það má aldrei fyrir
kom, að við tslendingar metum svo mikið stund-
arbag, að við gleymum því sem er okkur nauð-
synlegast með tilliti til allrar frgmtíðar, en það
er að auka fjölbreytni framleiðslu okkar og
vanda hana sem mest, þrátt fyrir það, þó að það
færi okkur færri peninga í bili.
Verðlagsuppbætur fyrir stýrimenn.
Samkvæmt samningum Stýrimannafélags ís-
lands við Eimskipafélögin eiga stýrimenn rétt i
verðlagsuppbótum, samkvæmt vísitölu kauplags-
nefndar, eins og hún er mánaðarlega.
Fyrir janúar er uppbótin 16%
Fyrir febrúar— — 48%
Fyrir marz — — 50%
Frá þessu er skýrt að gefnu tilefni, þvi að ýmsir
Iiafa álitið að þetta væri öðru visi.
J