Útvarpstíðindi - 30.01.1939, Page 3

Útvarpstíðindi - 30.01.1939, Page 3
Ríkisútv ar pið Eftir Jónas Þorbergsson I. Uppliaf RíkSsútvarpsins. Árið 1928 voru lög sett um heim- ild handa ríkisstjórninni til rikis- rekstrar á útvarpi. Hafði áður setio á röiistólum nefnd skipuð af Alþingi til besis að athuga og gera, tillögur um hvernig rekstrinum, skyldi fyrir komio. Nefndina skipuðu landssíma- stjóri þáverandi, Gísli Ölafsson, Jón Eyþórsson veðurfræðingur og Páll Eggert Ölason prófessor. Samkvæmt hinum fyrstu lögum um útvarpið var gert ráð fyrir, að stofn- unin yrði einskonar hliðargrein út frá landssímanum. Átti landssíminn að hafo, með höndum, ekki einungis alla verkfræðilega stjórn og umsjá þess, heldur og innheimtu á gjöldum, greiðslur allar og reikningshald. Pá skyldi og stjórn útvarpsins að öðru leyti falin þriggja manna útvarps- ráði. Formaður þess skyldi skipaður af atvinnumálaráðherra, annar val- inn, af Háskóla Islands en hinn þriðji af féiagi útvarpsnotenda, enda skyldi fjórði hver útvarpsnotandi vera í fé- laginu. Að öðrum kosti skipaði ráð- herra, þriðja manninn. — Loks skyldi skipaður útvarpsstjóri til »aðstoðar<< útvarpsráði og landssímastjóra, til þess að sjá um daglegar framkvæmd- ir og »stjórna ,sendingum« eins og það er orðað í lögunum. Lög þessi frá. 1928 gerðu ráð fyrir, að reist yrði loftskeytastöð, er nota mætti jöfnum höndum til útvarpsr og firðskeytasendinga og skyldi orka hennar til útvarps vera að minnsta kosti 5 kw, en 10 kw til firðskeyta- sendinga. Mun sú hugsun hafa legið á bak við, að stöðina mætti nota til sambands við útlönd, er sæsímaslit bæri að höndum. Eins og sést af þessari fyrstu byrj- un, var gætilega af stað farið, enda mun það fyrst og fremst hafa vakaö fyrir nefndarmönnum og Alþingi, að koma útvarpi hér á landi undir rekst- ur og' umsjá ríkisins og sporna gegn sérleyfisrekstri félaga eða einstakra manna. En félag nokkurt hafði þá um skeið haft sérleyfi til útvarps- reksturs, Hið hugsaða skipulag mun að miklu leyti hafa verið mótað af þáverandi landsímastjóra, sem hugð- ist aö stýra þessari byrjunartilraun ríkisins við hliðina á stofnun þeirri, er hann veitti forstöðu. 1 reglugerð- aruppkasti, sem eftír hann liggur, ætlaði hann landssímastjóra að eiga sæti á fundum útvarpsráðs og fara þar með tvö atkvæði á móti hverju einu hinna, þriggja útvarpsráðs- manna. Útvarpsstjóri átti aftur á móti að vera einskonar vikapiltur í stofnuninni, án nokkurs valds eða í- hlutunar um stjórn hennar. Seint á árinu 1929 var skipað hið fyrsta útvarpsráð. Atvinnumálaráð- herra Tryggvi Þórhallsson skipaði Iielga Hjörvar kennara formann þess. Háskólinn valdi Alexander Jóhannes- son prófessor og af hálfu útvarpsnot- enda var valinn Páll fsólfsson tón- 235

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.