Útvarpstíðindi - 30.01.1939, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 30.01.1939, Blaðsíða 14
Úr bréfi fró Húsavík. Margir amast við »symfóníunumc' or- telja, að þær æt,tu að hverfa. Þær munu þó eiga rétt á sér, því ýmsir njóta þeirra. Samt er ég hræddur um að þeir séu fáir hér, og svo mun víð- ar vera. Af tónlist, eru kórsöngvar og einsöngvar vinsælastir. Vil ég í því sambandi benda á það, að tvímenn- ingarnir Ölafur Beinteinsson og Sveinbjörn Þorsteinsson hafa orðið hér rnjög vinsælir. Léttir, alþýðlegir song\ar, slíkir sem þeir sungu, eru mjög við alþýðu hæfi, og mættu þessr ir tvímenningar gjarna koma oftar. Einmg munu vera til í Reykjavíl: fjórmenningar, »kvartettar«, sem lík- legt er að gætu ve tt hlustendum á- nægjustundir með söng sínum. Það mundi sennilega \erða ódýrara held- ur en að fá s,tóra kóra t;l að syngja, og einnig virðist mér söngur fárra manna njóta sin tiltölidega beiur í útvarpi en stórra kóra*). Vill ekki út- varpsráð taka þetta til athugunar? Að sjálfsögðu viljum við samt fá að heyra til okkar stóru úrvalskóra öðru hverju. Urn erindin býst ég við að rnegi segja, að þau séu upp og ofan sæmi- leg. Sum ágæt, önnur miður. Þó finnst mér stundum skorta, á að flutningur þeirra sé góður. En slíkt hefur afar mikið að segja. Slæmur flutningur getur gert það að verkum, að mjög fáir hlusti á gott og þarft erindi, og það missi þannig algerlega gildi sitt. Ég vil nefna til dæmis erindi Björns *) Leturbreyting blaðsins. 246 K. Þórólfssonar. Mér finnst, að rödd hans ætti ekki að heyrast í útvarp. Erindi hans geta verið góð fyrir því, en þau ættu að flytjast af öðrum. Nast verð ég að skila þakklæti til Helga Hjörvars fyrir útvarpssögurn- ar. Kg veit að ýmsir bíða þeirra meö eftirvæntingu og hlakka til næsta kafla alla vikuna. Hann mun fyrst- hafa náð tökum á hlustendum til fulls með hinum, prýðilega flutningi á sög- unni Katrín. Og þó ég telji flutning- inn á Gróður jarðar ekki eins glæsi- legan — enda er ekki heiglum hent að fást við Hamsun, — þá er hann .mjcg ánægjulegur og heldur fjölda manns. um allt lancl með hugann við örlög Isaks og Ingigerðar. Sumir telja Hjörvar hafa óþavfa formála fyrir lestrinum í hvert sinn, en þeir eru nauðsynlegir fyrir þá, sem ef til vill hafa misst, af síðasta lestri. Og þó honum þyki kannske svolítið gaman að bví að heyra sjálfan sig tala, þá er það áreiðanlegt, að hávaöanum af útvarpshlustendum þykir líka gaman að heyra hann tala. Að lokum vil ég minnast lítið eitt á útvarpsleikina, sem líklega er það allra vinsælasta, sem útvarpið flyt- ur. Aðeins virðist mér ekki heppilegt, að þeir séu fluttir á laugardagskvöld- um, og er það vegna þess, að þau kvöld eru mjög oft samkomur í þorp- um og sveitum úti um land að vetrin- um. Slíkar samkomur eru ósjaldan helzta ráð ýmsra þarfra félaga til þess, að efla starfsemi sína, en verða oft verr sóttar vegna leikjanna í út- varpinu, og þeir, sem þangað fara.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.