Útvarpstíðindi - 30.01.1939, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 30.01.1939, Blaðsíða 4
ÚTVARPSTÍÐINDI skáld, skipaður af ráðherra, með því að á brast um lögmælt skilyrði til kjörs af hálfu útvarpsnotenda sjálfra. Frá ársbyrjun 1930 var ég skipað- ur útvarpsstjóri. Gaf ég því aðeins kost á að taka að mér þetta starf, að lögunum yrði gerbreytt; stofnunin yrði leyst úr tengslum við landssím- a.nn og gerð algerlega sjálfstæð undir yfirstjórn ráðherra. Það varð að ráði, að ág tækist ferð á hendur í ársbyrj- un 1930 til nágrannalanidanna, til þess að kynna mér skipulag og rekst- ur slíkra stofnana hjá nágrannaþjóð- um okkar. Áður en ég lagði af stað í þessa för, samdi ég, með aðstoð öl- afs Kvaran, núverandi ritsímastjóra í Reykjavík, frumvarp til nýrra laga um, útvarpsrekstur ríkisins, sem var lagt fyrir Alþingi þá um veturinn og var það samþykkt með nokkrum breytingum og viðaukum, sem ég óskaði eftir, er ég kom heim úr fyrr- nefndri utanför. Með þessum lögum frá 1930 var gerð meginbreyting á hinni ráðgerðu skip- un útvarpsrekstursins. Stofnunin var gerð algerlega sjálfstæð. Ötvarps>- stjóra var falið að annast allt, er lýt- ur að stjórn og rekstri útvarpsins og hafa á hendi fjárreiður þess og reikn- ingshald. Auk þess. var með þeim lög- um ákveðin einkasala ríkisins á út- varpsviðtækjum og varahlutum slíkra tækja. II. Skipulag Kíkis- útvarpsins. Yztu drættir skipulagsins voru markaðir af lögunum frá 1930. Að öðru leyti lá það verkefni fyrir, að ráða íolk til starfa, flokka störfin. og skipa þeim í deildir, setja reglugerð og reglur samkvæmt lögunum, koma skipun á bókhald og vinnuaðferðir deildanna, byggja upp innheimtu- kerfi, stofnsetja einkasöluna og koma til leiðar skýrslugerðum umboðs- 236

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.